„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Birgir Olgeirsson skrifar 20. maí 2015 12:51 Sigurður Einarsson og Páll Winkel. Vísir/Daníel/AntonBrink Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir engin mannréttindi hafa verið brotin á Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, þegar honum var meinað um daglegan akstur á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöldum yfir honum stóð. Páll Winkel heldur þessu fram í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, sakaði fangelsismálayfirvöld um að hafa brotið á Sigurði með því að neita að aka honum daglega á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöld stóðu yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli gegn Kaupþingsmönnum.Sjá einnig:„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Eins og kunnugt er situr Sigurður nú í fangelsi á Kvíabryggju vegna dóms sem hann hlaut í Al Thani-málinu. Fór hann fram á það við fangelsismálayfirvöld áður en aðalmeðferð hófst að hann yrði fluttur daglega úr fangelsinu til Reykjavíkur svo hann gæti setið réttarhöldin. Þeirri beiðni hafnaði fangelsismálastjóri og bar fyrir sig skorti á fjármunum en bauð honum þess í stað að dvelja í fangaklefa á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Með þessu telur Gestur að réttindi skjólstæðings síns til að verjast hafi verið brotin en þau eru tryggð í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að allir eigi að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Páll seir í samtali við RÚV það ekki vera mannréttindabrot að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur. „Heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi er í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar,“ hefur RÚV eftir Páli. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir engin mannréttindi hafa verið brotin á Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, þegar honum var meinað um daglegan akstur á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöldum yfir honum stóð. Páll Winkel heldur þessu fram í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, sakaði fangelsismálayfirvöld um að hafa brotið á Sigurði með því að neita að aka honum daglega á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöld stóðu yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli gegn Kaupþingsmönnum.Sjá einnig:„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Eins og kunnugt er situr Sigurður nú í fangelsi á Kvíabryggju vegna dóms sem hann hlaut í Al Thani-málinu. Fór hann fram á það við fangelsismálayfirvöld áður en aðalmeðferð hófst að hann yrði fluttur daglega úr fangelsinu til Reykjavíkur svo hann gæti setið réttarhöldin. Þeirri beiðni hafnaði fangelsismálastjóri og bar fyrir sig skorti á fjármunum en bauð honum þess í stað að dvelja í fangaklefa á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Með þessu telur Gestur að réttindi skjólstæðings síns til að verjast hafi verið brotin en þau eru tryggð í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að allir eigi að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Páll seir í samtali við RÚV það ekki vera mannréttindabrot að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur. „Heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi er í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar,“ hefur RÚV eftir Páli.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira