Fótbolti

Ögmundur: Ég verð tilbúinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Það er ekki búið að tilkynna liðið. Maður verður tilbúinn ef að tækifærið kemur,“ sagði Ögmundur við Vísi í morgun.

„Það vill enginn sitja á bekknum, það er alveg klárt. Það leggst því afar vel í mig að spila þennan leik ef ég verð valinn. Ég verð tilbúinn.“

Hann óttast ekki að spila fyrir framan háværa stuðningsmenn Tyrklands. „Þetta verður örugglega svipað og í hverjum öðrum leik. Það á ekki að skipta öllu máli hvernig stuðningsmennirnir verða.“

Ögmundur leikur með Hammarby í Svíþjóð en það verða oft mikil læti í Stokkhólmarslagnum við AIK eins og hann hefur fengið að kynnast sjálfur. „Þeir verða þó örugglega aðeins háværari hér,“ segir hann í léttum dúr.

Hann reiknar með því að Tyrkir mæti „dýrvitlausir“ til leiks. „Alla vega til að byrja með. Þeir vilja spila vel fyrir sína þjóð enda er gríðarlega mikið undir fyrir þá. Þeir verða að minnsta kosti að ná jafntefli en vilja örugglega vinna leikinn til að sýna lit.“

Og það verður því nóg að gera fyrir markvörð Íslands? „Já, ég myndi búast við því.“


Tengdar fréttir

Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna

Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður.

Alfreð: Ég gerði ekkert rangt

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands.

Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta.

Alfreð fær hótanir á Twitter

Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×