Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2015 06:00 Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. Íslenska karlalandsliðinu tókst ekki að vinna Lettland en strákarnir okkar héldu áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu með því að gera jafntefli við Lettana á laugardaginn. Þetta er fyrsti undanriðill karlalandsliðs Íslands fyrir HM eða EM þar sem íslenska landsliðið tapar ekki leik á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið gerði reyndar „bara“ jafntefli í síðustu tveimur heimaleikjum sínum á móti tveimur neðstu liðum riðilsins en hafði áður unnið leiki sína við Tyrkland, Holland og Tékkland í Laugardalnum. Ísland hafði minnst áður tapað einum heimleik í undanriðli en því hafði íslenska liðið náð átta sinnum. Nú er liðið hins vegar ósigrað í fimm heimaleikjum sínum. Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson komu Íslandi í 2-0 í fyrri hálfleik en íslenska liðið var óþekkjanlegt í seinni hálfleiknum þar sem Lettar náðu að tryggja sér jafntefli. Íslenska liðið getur síðan þakkað Tyrkjum fyrir að liðið er áfram í toppsæti A-riðilsins því Tyrkir unnu Tékka 2-0 í Tékklandi. Ísland er því með eins stigs forskot á Tékka fyrir lokaumferðina. Íslensku strákarnir flugu til Tyrklands í gær þar sem liðið spilar lokaleik sinn við heimamenn á þriðjudaginn. Það er mikið undir fyrir fjórar þjóðir í þeim leik. Ísland er í baráttunni við Tékka um efsta sæti riðilsins og Tyrkir eru í baráttunni við Hollendinga um þriðja sætið riðilsins og þar með sæti í umspilinu. Hollendingar, stigalausir í leikjunum tveimur á móti Íslandi, þurfa nú hjálp Íslendinga til að halda EM-draumi sínum á lífi. Hollendingar þurfa nefnilega að ná betri úrslitum en Tyrkir í síðustu umferðinni þegar Holland tekur á móti Tékklandi á Amsterdam Arena á sama tíma og Ísland spilar við Tyrkland. Það að litla Ísland sé haldreipi Hollendinga í lokaumferðinni er enn einn kaflinn í þessari ótrúlegu undankeppni sem enginn hefði getað séð fyrir. Íslenska liðið þarf þó ekki að vinna Tyrkjaleikinn fyrir Hollendinga heldur þarf liðið sigur til að tryggja sér sigur í riðlinum og sæti í þriðja styrkleikaflokki (af fjórum) þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppninni í Frakklandi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Róbert: Ekki hægt að sleppa svona tækifæri Róbert Örn Óskarsson sendi Hannesi batakveðjur á leiðinni út í flugvél til Tyrklands en hann fékk frí í vinnuni til þess að taka þátt í landsliðverkefninu. 11. október 2015 14:00 Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikurinn gegn Lettlandi hafi verið ágætisvatnsgusa fyrir Ísland og að það megi læra af honum. 10. október 2015 18:38 Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Hannes fer ekki með til Tyrklands vegna meiðsla | Róbert kemur inn í hópinn Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist á æfingu í morgun og ferðast fyrir vikið ekki með liðinu til Tyrklands fyrir leik liðanna á þriðjudaginn en Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, tekur sæti hans í landsliðshópnum. 11. október 2015 12:00 Heimir Hallgrímsson: Skipulagið í liðinu hrundi Landsliðsþjálfararnir hafa ekki áttað sig á því hvað varð til þess að leikur íslenska liðsins hrundi í síðari hálfleik. 10. október 2015 18:55 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. Íslenska karlalandsliðinu tókst ekki að vinna Lettland en strákarnir okkar héldu áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu með því að gera jafntefli við Lettana á laugardaginn. Þetta er fyrsti undanriðill karlalandsliðs Íslands fyrir HM eða EM þar sem íslenska landsliðið tapar ekki leik á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið gerði reyndar „bara“ jafntefli í síðustu tveimur heimaleikjum sínum á móti tveimur neðstu liðum riðilsins en hafði áður unnið leiki sína við Tyrkland, Holland og Tékkland í Laugardalnum. Ísland hafði minnst áður tapað einum heimleik í undanriðli en því hafði íslenska liðið náð átta sinnum. Nú er liðið hins vegar ósigrað í fimm heimaleikjum sínum. Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson komu Íslandi í 2-0 í fyrri hálfleik en íslenska liðið var óþekkjanlegt í seinni hálfleiknum þar sem Lettar náðu að tryggja sér jafntefli. Íslenska liðið getur síðan þakkað Tyrkjum fyrir að liðið er áfram í toppsæti A-riðilsins því Tyrkir unnu Tékka 2-0 í Tékklandi. Ísland er því með eins stigs forskot á Tékka fyrir lokaumferðina. Íslensku strákarnir flugu til Tyrklands í gær þar sem liðið spilar lokaleik sinn við heimamenn á þriðjudaginn. Það er mikið undir fyrir fjórar þjóðir í þeim leik. Ísland er í baráttunni við Tékka um efsta sæti riðilsins og Tyrkir eru í baráttunni við Hollendinga um þriðja sætið riðilsins og þar með sæti í umspilinu. Hollendingar, stigalausir í leikjunum tveimur á móti Íslandi, þurfa nú hjálp Íslendinga til að halda EM-draumi sínum á lífi. Hollendingar þurfa nefnilega að ná betri úrslitum en Tyrkir í síðustu umferðinni þegar Holland tekur á móti Tékklandi á Amsterdam Arena á sama tíma og Ísland spilar við Tyrkland. Það að litla Ísland sé haldreipi Hollendinga í lokaumferðinni er enn einn kaflinn í þessari ótrúlegu undankeppni sem enginn hefði getað séð fyrir. Íslenska liðið þarf þó ekki að vinna Tyrkjaleikinn fyrir Hollendinga heldur þarf liðið sigur til að tryggja sér sigur í riðlinum og sæti í þriðja styrkleikaflokki (af fjórum) þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppninni í Frakklandi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Róbert: Ekki hægt að sleppa svona tækifæri Róbert Örn Óskarsson sendi Hannesi batakveðjur á leiðinni út í flugvél til Tyrklands en hann fékk frí í vinnuni til þess að taka þátt í landsliðverkefninu. 11. október 2015 14:00 Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikurinn gegn Lettlandi hafi verið ágætisvatnsgusa fyrir Ísland og að það megi læra af honum. 10. október 2015 18:38 Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Hannes fer ekki með til Tyrklands vegna meiðsla | Róbert kemur inn í hópinn Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist á æfingu í morgun og ferðast fyrir vikið ekki með liðinu til Tyrklands fyrir leik liðanna á þriðjudaginn en Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, tekur sæti hans í landsliðshópnum. 11. október 2015 12:00 Heimir Hallgrímsson: Skipulagið í liðinu hrundi Landsliðsþjálfararnir hafa ekki áttað sig á því hvað varð til þess að leikur íslenska liðsins hrundi í síðari hálfleik. 10. október 2015 18:55 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Róbert: Ekki hægt að sleppa svona tækifæri Róbert Örn Óskarsson sendi Hannesi batakveðjur á leiðinni út í flugvél til Tyrklands en hann fékk frí í vinnuni til þess að taka þátt í landsliðverkefninu. 11. október 2015 14:00
Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikurinn gegn Lettlandi hafi verið ágætisvatnsgusa fyrir Ísland og að það megi læra af honum. 10. október 2015 18:38
Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Hannes fer ekki með til Tyrklands vegna meiðsla | Róbert kemur inn í hópinn Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist á æfingu í morgun og ferðast fyrir vikið ekki með liðinu til Tyrklands fyrir leik liðanna á þriðjudaginn en Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, tekur sæti hans í landsliðshópnum. 11. október 2015 12:00
Heimir Hallgrímsson: Skipulagið í liðinu hrundi Landsliðsþjálfararnir hafa ekki áttað sig á því hvað varð til þess að leikur íslenska liðsins hrundi í síðari hálfleik. 10. október 2015 18:55
Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27