„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 09:19 Frá fundinum í morgun. Vísir/E. Stefán Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00