Fótbolti

Alfreð fær hótanir á Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Konya skrifar
Alfreð í leiknum gegn Lettlandi á laugardag.
Alfreð í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. Vísir/Vilhelm

Alfreð Finnbogason er ekki í náðinni hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum eftir færslu sem hann birti á Twitter-síðunni sinni í gær.

Alfreð birti mynd af auglýsingaskilti sem búið var að koma fyrir hjá hóteli Íslands í Reykjavík. Þar segjast stuðningsmenn hollenska liðsins einnig vera stuðningsmenn Íslands.

Holland þarf að treysta á að Ísland vinni Tyrkland hér í Konya á morgun til að eiga möguleika á að komast í umspil fyrir EM 2016. Til þess þarf Holland að vinna Tékkland á sama tíma.

Viðbrögðin voru sterk og stuðningsmenn óhræddir við að hóta Alfreð öllu illu, eins og lesa má á Twitter-síðu hans. Tyrkneskir fjölmiðlar gera einnig mikið úr málinu eins og sjá má hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.