Pútín vill að Bandaríkjamenn taki þátt í að styrkja stjórn Assads Sýrlandsforseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2015 07:00 Bashar al Assad Sýrlandsforseti tók í höndina á Vladimír Pútín á fundi þeirra í Moskvu árið 2006, þegar Assad naut líka stuðnings víða á Vesturlöndum. nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15