Foreldrar Alexar Emmu safna í hópmálsókn gegn ríkinu Bjarki Ármannsson skrifar 5. október 2015 21:46 Alex Emma fær nafn sitt ekki viðurkennt af íslenskum stjórnvöldum. Vísir/ Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tveggja ára dóttur sína Alex Emmu undirbúa um þessar mundir málaferli gegn ríkinu. Mannanafnanefnd hafnaði í fyrra beiðni þeirra um að nota Alex sem eiginnafn stúlku og um tíma stóð til að beita foreldrana dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt Þjóðskrá um nafngift barnsins í tæka tíð. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að borga sektir þar sem ég sendi aftur inn tilkynningu til Þjóðskrár með sama nafni,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Ég veit ekki hver næstu skref verða af hálfu ríkisins en ég er þó alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af.“ Mál Alexar Emmu er eitt þeirra sem vakið hafa mikla athygli undanfarin misseri varðandi baráttu íslenskra foreldra gegn Mannanafnanefnd og Þjóðskrá. Vísir greindi frá því í mars að foreldrar Alexar sæu fram á að þurfa að borga dagsektir vegna þeirrar niðurstöðu nefndarinnar að Alex gæti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli.Sjá einnig: Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Foreldrarnir hafa ítrekað lýst því yfir að ekki komi til greina að finna nýtt nafn á stúlkuna, sem varð tveggja ára í ágúst og hefur aldrei verið kölluð annað en Alex.Fréttastofa Stöðvar tvö tók foreldra Alexar tali á heimili þeirra í mars síðastliðnum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Auglýsa eftir fleirum í hópmálsókn Nanna segir að þau faðir Alexar hafi sett sig í samband við foreldra Duncans og Harrietar Cardew, en mál þeirra vakti líka mikla athygli í fjölmiðlum á árinu. Þjóðskrá synjaði í fyrra beiðni fjölskyldunnar um vegabréf fyrir Harriet, sem á enskan föður en er íslenskur ríkisborgari, vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af Mannanafnanefnd. Ætluðu þau sér að finna fleiri foreldra í sömu stöðu til að höfða saman málsókn gegn ríkinu. „Þau gleðilegu tíðindi urðu svo að þau fengu samþykki fyrir nöfnum barna sinna þar sem þau eru einnig með erlendan ríkisborgararétt,“ segir Nanna. „Við verðum því bara að auglýsa eftir fólki til að fara í þetta með okkur, þar sem það er frekar kostnaðarsamt að ráða lögfræðing í þetta mál.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist vilja leggja niður Mannanafnanefnd.Vísir/ErnirSjá einnig: Vilja leggja niður Mannanafnanefnd og leyfa ný ættarnöfn Ólöf Nordal innanríkisráðherra er meðal þeirra þingmanna sem hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að afnema eigi mannanafnalög á Íslandi. Hún greindi frá því í viðtali í ágúst síðastliðnum að frumvarp væri í smíðum í ráðuneytinu sem myndi rýmka reglur um nafnagift en þó líklega ekki ganga svo langt að afnema þær að fullu. „Við vorum svo heppin að vera búin að fá vegabréf fyrir Alex Emmu áður en að nýju reglurnar tóku gildi um að þeir sem eru ekki með samþykkt nafn fái ekki útgefin vegabréf,“ segir Nanna. „Þannig að hún er með vegabréf þar til hún verður fimm ára. Ég vona að þetta verði komið í lag fyrir þann tíma.“ Tengdar fréttir Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. 10. júní 2015 15:51 Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. 11. mars 2015 09:55 Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Innanríkisráðherra er með frumvarp í smíðum. 7. ágúst 2015 11:51 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. 28. ágúst 2015 08:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tveggja ára dóttur sína Alex Emmu undirbúa um þessar mundir málaferli gegn ríkinu. Mannanafnanefnd hafnaði í fyrra beiðni þeirra um að nota Alex sem eiginnafn stúlku og um tíma stóð til að beita foreldrana dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt Þjóðskrá um nafngift barnsins í tæka tíð. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að borga sektir þar sem ég sendi aftur inn tilkynningu til Þjóðskrár með sama nafni,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Ég veit ekki hver næstu skref verða af hálfu ríkisins en ég er þó alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af.“ Mál Alexar Emmu er eitt þeirra sem vakið hafa mikla athygli undanfarin misseri varðandi baráttu íslenskra foreldra gegn Mannanafnanefnd og Þjóðskrá. Vísir greindi frá því í mars að foreldrar Alexar sæu fram á að þurfa að borga dagsektir vegna þeirrar niðurstöðu nefndarinnar að Alex gæti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli.Sjá einnig: Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Foreldrarnir hafa ítrekað lýst því yfir að ekki komi til greina að finna nýtt nafn á stúlkuna, sem varð tveggja ára í ágúst og hefur aldrei verið kölluð annað en Alex.Fréttastofa Stöðvar tvö tók foreldra Alexar tali á heimili þeirra í mars síðastliðnum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Auglýsa eftir fleirum í hópmálsókn Nanna segir að þau faðir Alexar hafi sett sig í samband við foreldra Duncans og Harrietar Cardew, en mál þeirra vakti líka mikla athygli í fjölmiðlum á árinu. Þjóðskrá synjaði í fyrra beiðni fjölskyldunnar um vegabréf fyrir Harriet, sem á enskan föður en er íslenskur ríkisborgari, vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af Mannanafnanefnd. Ætluðu þau sér að finna fleiri foreldra í sömu stöðu til að höfða saman málsókn gegn ríkinu. „Þau gleðilegu tíðindi urðu svo að þau fengu samþykki fyrir nöfnum barna sinna þar sem þau eru einnig með erlendan ríkisborgararétt,“ segir Nanna. „Við verðum því bara að auglýsa eftir fólki til að fara í þetta með okkur, þar sem það er frekar kostnaðarsamt að ráða lögfræðing í þetta mál.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist vilja leggja niður Mannanafnanefnd.Vísir/ErnirSjá einnig: Vilja leggja niður Mannanafnanefnd og leyfa ný ættarnöfn Ólöf Nordal innanríkisráðherra er meðal þeirra þingmanna sem hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að afnema eigi mannanafnalög á Íslandi. Hún greindi frá því í viðtali í ágúst síðastliðnum að frumvarp væri í smíðum í ráðuneytinu sem myndi rýmka reglur um nafnagift en þó líklega ekki ganga svo langt að afnema þær að fullu. „Við vorum svo heppin að vera búin að fá vegabréf fyrir Alex Emmu áður en að nýju reglurnar tóku gildi um að þeir sem eru ekki með samþykkt nafn fái ekki útgefin vegabréf,“ segir Nanna. „Þannig að hún er með vegabréf þar til hún verður fimm ára. Ég vona að þetta verði komið í lag fyrir þann tíma.“
Tengdar fréttir Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. 10. júní 2015 15:51 Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. 11. mars 2015 09:55 Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Innanríkisráðherra er með frumvarp í smíðum. 7. ágúst 2015 11:51 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. 28. ágúst 2015 08:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. 10. júní 2015 15:51
Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. 11. mars 2015 09:55
Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Innanríkisráðherra er með frumvarp í smíðum. 7. ágúst 2015 11:51
„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30
Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. 28. ágúst 2015 08:00