Handtekinn með teikningu af kjarnorkusprengju Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 11:00 Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani. Moldóva Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani.
Moldóva Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira