Ólafur Ingi: Þeir þykjast bíða eftir mér í Istanbul Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2015 14:30 Ólafur Ingi í umræddum leik gegn Besiktas. Hér er hann í baráttu við Þjóðverjann Andreas Beck. Vísir/AFP Ólafur Ingi Skúlason hefur upplifað margt á þeim fáum mánuðum sem hann hefur spilað með Genclerbirligi Ankara í tyrknesku úrvalsdeildinni. Árbæingurinn er nú staddur hér á landi með íslenska landsliðinu sem mætir Lettlandi á Laugardalsvelli á laugardag. Strákarnir halda svo einmitt til Tyrklands á sunnudag og mæta heimamönnum í lokaleik sínum í riðlinum í Konya á þriðjudag. Ólafur Ingi hefur ekki verið byrjunarliðsmaður í landsliðinu en gæti fengið kallið um helgina þar sem að Aron Einar Gunnarsson verður í banni. „Við vitum ekki enn hvernig liðinu verður stillt upp og því skiptir máli að maður sé klár ef kallið kemur. Maður vill sýna að maður eigi heima í þessum hópi,“ sagði Ólafur Ingi í viðtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hann segir að allir leikmenn séu samtaka í því að vinna báða leikina sem eftir eru, vinna riðilinn og komast upp í þriðja styrkleikaflokk fyrir riðladráttinn í desember, en sem kunnugt er hafa strákarnir þegar tryggt sér öruggt sæti á EM í Frakklandi.Ólafur Ingi Skúlason.Vísir/StefánÓlafur Ingi veit að hver mínúta sem hann fær á vellinum skiptir máli upp á möguleika hans að gera að verða með í EM-hópnum næsta sumar. „Maður verður bara að reyna að sýna hvað maður getur þegar maður hittir hópinn og svo standa sig vel úti með sínu liði. Það er í raun ekki mikið meira sem maður getur gert,“ sagði Ólafur Ingi sem óttaðist ekki að hann myndi „týnast“ í tyrknesku deildinni. „Alls ekki. Tyrkneska deildin er hátt skrifuð og er mjög góð. Það er meiri barátta um sæti í liðinu þar og það skiptir mig auðvitað mestu máli að spila sem mest. Á meðan ég er að spila þá hef ég ekki áhyggjur af stöðu minni í landsliðinu.“ Hann segir að það sé mikið ævintýri að spila í Tyrklandi en þangað fór hann í sumar eftir nokkurra ára dvöl hjá Zulte-Waregem í Belgíu. „Þjálfarinn sem fékk mig út var rekinn eftir tvo leiki. Þolinmæðin er ekki mikil þarna og maður finnir að margir óttast um sín störf þegar illa gengur. Það verður því öðruvísi stemning í kringum félagið og maður finnur pressu frá forseta og stjórn félagsins að við leikmenn verðum að standa okkur.“Mynd/SkjáskotHann segir að það sem hafi helst komið honum á óvart er hversu skrýtin dómgæslan hefur verið. Ólafur Ingi fékk til að mynda myndarlegt olnbogaskot frá Þjóðverjanum Mario Gomez, leikmanni Besiktas, á dögunum en sá þýski fékk aðeins að líta gula spjaldið fyrir brotið. „Þetta gerðist beint fyrir framan nefið á dómaranum og ekki nokkur spurning að þetta var beint olnbogaskot í andlitið sem verðskuldaði rautt spjald. En hann fékk gult og var því ekki í banni í næsta leik, þar sem hann skoraði tvö mörk gegn Fenerbahce og vann leikinn fyrir Besiktas.“ Ólafur Ingi segir að dómarinn sem sleppti því að gefa Gomez rautt hafi verið settur í tveggja leikja straff eftir atvikið. En bætir því við að umdeild atvik eigi sér stað hjá dómurum í hverjum einasta leik. „Í síðasta leik dæmdu þeir til dæmis rangstöðu úr innkasti,“ segir hann og brosir. „Það er því ýmislegt sem á sér stað í deildinni hvað dómgæsluna varðar. Maður verður bara að læra inn á það og halda bara áfram.“ Stuðningsmenn Besiktas létu svo Ólaf Inga heyra það duglega á Twitter eftir leik en það á rætur sínar að rekja til þess að okkar maður lenti í rifrildi við markvörð Besiktas eftir leikinn. „Hann var að væla í dómaranum eftir leik og ég skildi ekkert í því. Ég sagði við hann að þeir hefðu fengið allt sem þeir vildu frá dómurunum og ætti að hætta þessu væli. Hann skilur að ég held litla ensku og varð alveg brjálaður við þetta. Það voru því smá pústrar á milli okkar og eftir það logaði Twitter hjá manni.“ Hann segist hafa þó ekki misst svefn þrátt fyrir hegðun stuðningsmannanna. „Ég setti fyrstu færslurnar í gegnum þýðingavél [Google translate] og það er ekkert hægt að hafa það eftir sem þeir sögðu,“ sagði Ólafur og brosti. „En maður vissi að knattspyrnuáhugamenn í Tyrklandi eru blóðheitir og að þetta sé partur af þessu. Það er enn eitthvað að koma og þeir þykjast vera að bíða eftir því að ég komi til Istanbúl. Við sjáum hvað setur þegar maður kemur þangað.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason hefur upplifað margt á þeim fáum mánuðum sem hann hefur spilað með Genclerbirligi Ankara í tyrknesku úrvalsdeildinni. Árbæingurinn er nú staddur hér á landi með íslenska landsliðinu sem mætir Lettlandi á Laugardalsvelli á laugardag. Strákarnir halda svo einmitt til Tyrklands á sunnudag og mæta heimamönnum í lokaleik sínum í riðlinum í Konya á þriðjudag. Ólafur Ingi hefur ekki verið byrjunarliðsmaður í landsliðinu en gæti fengið kallið um helgina þar sem að Aron Einar Gunnarsson verður í banni. „Við vitum ekki enn hvernig liðinu verður stillt upp og því skiptir máli að maður sé klár ef kallið kemur. Maður vill sýna að maður eigi heima í þessum hópi,“ sagði Ólafur Ingi í viðtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hann segir að allir leikmenn séu samtaka í því að vinna báða leikina sem eftir eru, vinna riðilinn og komast upp í þriðja styrkleikaflokk fyrir riðladráttinn í desember, en sem kunnugt er hafa strákarnir þegar tryggt sér öruggt sæti á EM í Frakklandi.Ólafur Ingi Skúlason.Vísir/StefánÓlafur Ingi veit að hver mínúta sem hann fær á vellinum skiptir máli upp á möguleika hans að gera að verða með í EM-hópnum næsta sumar. „Maður verður bara að reyna að sýna hvað maður getur þegar maður hittir hópinn og svo standa sig vel úti með sínu liði. Það er í raun ekki mikið meira sem maður getur gert,“ sagði Ólafur Ingi sem óttaðist ekki að hann myndi „týnast“ í tyrknesku deildinni. „Alls ekki. Tyrkneska deildin er hátt skrifuð og er mjög góð. Það er meiri barátta um sæti í liðinu þar og það skiptir mig auðvitað mestu máli að spila sem mest. Á meðan ég er að spila þá hef ég ekki áhyggjur af stöðu minni í landsliðinu.“ Hann segir að það sé mikið ævintýri að spila í Tyrklandi en þangað fór hann í sumar eftir nokkurra ára dvöl hjá Zulte-Waregem í Belgíu. „Þjálfarinn sem fékk mig út var rekinn eftir tvo leiki. Þolinmæðin er ekki mikil þarna og maður finnir að margir óttast um sín störf þegar illa gengur. Það verður því öðruvísi stemning í kringum félagið og maður finnur pressu frá forseta og stjórn félagsins að við leikmenn verðum að standa okkur.“Mynd/SkjáskotHann segir að það sem hafi helst komið honum á óvart er hversu skrýtin dómgæslan hefur verið. Ólafur Ingi fékk til að mynda myndarlegt olnbogaskot frá Þjóðverjanum Mario Gomez, leikmanni Besiktas, á dögunum en sá þýski fékk aðeins að líta gula spjaldið fyrir brotið. „Þetta gerðist beint fyrir framan nefið á dómaranum og ekki nokkur spurning að þetta var beint olnbogaskot í andlitið sem verðskuldaði rautt spjald. En hann fékk gult og var því ekki í banni í næsta leik, þar sem hann skoraði tvö mörk gegn Fenerbahce og vann leikinn fyrir Besiktas.“ Ólafur Ingi segir að dómarinn sem sleppti því að gefa Gomez rautt hafi verið settur í tveggja leikja straff eftir atvikið. En bætir því við að umdeild atvik eigi sér stað hjá dómurum í hverjum einasta leik. „Í síðasta leik dæmdu þeir til dæmis rangstöðu úr innkasti,“ segir hann og brosir. „Það er því ýmislegt sem á sér stað í deildinni hvað dómgæsluna varðar. Maður verður bara að læra inn á það og halda bara áfram.“ Stuðningsmenn Besiktas létu svo Ólaf Inga heyra það duglega á Twitter eftir leik en það á rætur sínar að rekja til þess að okkar maður lenti í rifrildi við markvörð Besiktas eftir leikinn. „Hann var að væla í dómaranum eftir leik og ég skildi ekkert í því. Ég sagði við hann að þeir hefðu fengið allt sem þeir vildu frá dómurunum og ætti að hætta þessu væli. Hann skilur að ég held litla ensku og varð alveg brjálaður við þetta. Það voru því smá pústrar á milli okkar og eftir það logaði Twitter hjá manni.“ Hann segist hafa þó ekki misst svefn þrátt fyrir hegðun stuðningsmannanna. „Ég setti fyrstu færslurnar í gegnum þýðingavél [Google translate] og það er ekkert hægt að hafa það eftir sem þeir sögðu,“ sagði Ólafur og brosti. „En maður vissi að knattspyrnuáhugamenn í Tyrklandi eru blóðheitir og að þetta sé partur af þessu. Það er enn eitthvað að koma og þeir þykjast vera að bíða eftir því að ég komi til Istanbúl. Við sjáum hvað setur þegar maður kemur þangað.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn