Erlent

Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fyrirtækið hefur viðurkennt að 11 milljón bílar séu með búnaðinum.
Fyrirtækið hefur viðurkennt að 11 milljón bílar séu með búnaðinum. Vísir/AFP
Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af loftmengun á hverju ári sem áður var óþekkt. Bílaframleiðandinn blekkti eftirlitsaðila með sérstökum hugbúnaði í um 11 milljón bílum en fyrirtækið sætir nú rannsókn vegna málsins.Mengunin sem fyrirtækið faldi með svindli sínu nemur meiru en mengun af allri orkuframleiðslu, bifreiðum, iðnaði og landbúnaði í Bretlandi, samkvæmt úttekt breska blaðsins Guardian.Bílarnir menga á bilinu 10-40 sinnum meira en reglur heimila.Útreikningarnir miða við meðalakstur bíla í Bandaríkjunum, þar sem 482 þúsund bifreiðar hafa verið innkallaðar vegna málsins.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.