Erlent

Vírusakóngur vill í Hvíta húsið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
John McAfee, forsetaframbjóðandi.
John McAfee, forsetaframbjóðandi. nordicphotos/afp
Vírusvarnafrömuðurinn John McAfee tilkynnti í gær um framboð sitt fyrir hönd nýstofnaðs flokks síns, Netflokksins, til forseta Bandaríkjanna. McAfee fann upp fyrsta vírusvarnaforritið sem bar ættarnafn hans þar til tölvurisinn Intel keypti forritið.

„Ég lofa ykkur að ég mun vinna. Það er risavaxinn hópur á netinu sem styður mig,“ sagði McAfee við CNN, fullur sjálfstrausts.

McAfee sagði að kosningabarátta sín muni markast af hreinskilni og sagðist hann ætla að vera opinskár með fortíð sína en hann flutti í kjölfar sölu eigna sinna til Belís. Nokkru seinna fékk hann stöðu grunaðs manns í morðrannsókn og flúði land. Hann var ekki ákærður. Þann 2. ágúst síðastliðinn var hann svo handtekinn í Texas fyrir að keyra undir áhrifum með skotvopn í bílnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×