Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 18:05 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. vísir/ernir Mikið hefur verið rætt um það hvernig staðið er að skipan hæstaréttardómara eftir að dómnefnd, skipuð fimm körlum, mat Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir málið benda til að endurskoða megi reglur um skipan dómara. Karl var metinn hæfari en Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu. Í samtali við RÚV segist Ólöf hissa á mati dómnefndar en hún telur alla umsækjendurna afar hæfa til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Ferlið í kringum það hvernig dómari við Hæstarétt er skipaður er ekki óumdeilt. Í dómnefnd sitja fimm manns en hún er nú eingöngu skipuð körlum. Tveir þeirra eru skipaðir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélagi Íslands og einn af Alþingi. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Reglurnar um skipan dómara eru frá árinu 2010. Ólöf segir að öðru hvoru hafi vaknað upp spurningar hvort breytingar þurfi að gera á ferlinu. „Þarna erum við að tala um afskaplega hæft fólk sem þarna sækir um. Mér finnst þetta benda til þess að það sé ekki úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara,“ segir Ólöf. Samkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundin af mati nefndarinnar. Þó er kveðið á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá þessu ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið en þann sem dómnefnd hefur gert tillögu um. Ólöf þarf því ekki að skipa Karl Axelsson í embætti hæstaréttardómara. Vilji hún skipan annan í embættið þarf hún að leggja fram tillögu þess efnis fram á þingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar barst. Það þýðir því að Ólöf þyrfti að leggja fram slíka tillögu fyrir 6. október næstkomandi. Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um það hvernig staðið er að skipan hæstaréttardómara eftir að dómnefnd, skipuð fimm körlum, mat Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir málið benda til að endurskoða megi reglur um skipan dómara. Karl var metinn hæfari en Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu. Í samtali við RÚV segist Ólöf hissa á mati dómnefndar en hún telur alla umsækjendurna afar hæfa til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Ferlið í kringum það hvernig dómari við Hæstarétt er skipaður er ekki óumdeilt. Í dómnefnd sitja fimm manns en hún er nú eingöngu skipuð körlum. Tveir þeirra eru skipaðir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélagi Íslands og einn af Alþingi. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Reglurnar um skipan dómara eru frá árinu 2010. Ólöf segir að öðru hvoru hafi vaknað upp spurningar hvort breytingar þurfi að gera á ferlinu. „Þarna erum við að tala um afskaplega hæft fólk sem þarna sækir um. Mér finnst þetta benda til þess að það sé ekki úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara,“ segir Ólöf. Samkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundin af mati nefndarinnar. Þó er kveðið á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá þessu ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið en þann sem dómnefnd hefur gert tillögu um. Ólöf þarf því ekki að skipa Karl Axelsson í embætti hæstaréttardómara. Vilji hún skipan annan í embættið þarf hún að leggja fram tillögu þess efnis fram á þingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar barst. Það þýðir því að Ólöf þyrfti að leggja fram slíka tillögu fyrir 6. október næstkomandi.
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10
Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00
„Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25