Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 18:05 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. vísir/ernir Mikið hefur verið rætt um það hvernig staðið er að skipan hæstaréttardómara eftir að dómnefnd, skipuð fimm körlum, mat Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir málið benda til að endurskoða megi reglur um skipan dómara. Karl var metinn hæfari en Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu. Í samtali við RÚV segist Ólöf hissa á mati dómnefndar en hún telur alla umsækjendurna afar hæfa til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Ferlið í kringum það hvernig dómari við Hæstarétt er skipaður er ekki óumdeilt. Í dómnefnd sitja fimm manns en hún er nú eingöngu skipuð körlum. Tveir þeirra eru skipaðir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélagi Íslands og einn af Alþingi. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Reglurnar um skipan dómara eru frá árinu 2010. Ólöf segir að öðru hvoru hafi vaknað upp spurningar hvort breytingar þurfi að gera á ferlinu. „Þarna erum við að tala um afskaplega hæft fólk sem þarna sækir um. Mér finnst þetta benda til þess að það sé ekki úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara,“ segir Ólöf. Samkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundin af mati nefndarinnar. Þó er kveðið á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá þessu ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið en þann sem dómnefnd hefur gert tillögu um. Ólöf þarf því ekki að skipa Karl Axelsson í embætti hæstaréttardómara. Vilji hún skipan annan í embættið þarf hún að leggja fram tillögu þess efnis fram á þingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar barst. Það þýðir því að Ólöf þyrfti að leggja fram slíka tillögu fyrir 6. október næstkomandi. Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um það hvernig staðið er að skipan hæstaréttardómara eftir að dómnefnd, skipuð fimm körlum, mat Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir málið benda til að endurskoða megi reglur um skipan dómara. Karl var metinn hæfari en Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu. Í samtali við RÚV segist Ólöf hissa á mati dómnefndar en hún telur alla umsækjendurna afar hæfa til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Ferlið í kringum það hvernig dómari við Hæstarétt er skipaður er ekki óumdeilt. Í dómnefnd sitja fimm manns en hún er nú eingöngu skipuð körlum. Tveir þeirra eru skipaðir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélagi Íslands og einn af Alþingi. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Reglurnar um skipan dómara eru frá árinu 2010. Ólöf segir að öðru hvoru hafi vaknað upp spurningar hvort breytingar þurfi að gera á ferlinu. „Þarna erum við að tala um afskaplega hæft fólk sem þarna sækir um. Mér finnst þetta benda til þess að það sé ekki úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara,“ segir Ólöf. Samkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundin af mati nefndarinnar. Þó er kveðið á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá þessu ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið en þann sem dómnefnd hefur gert tillögu um. Ólöf þarf því ekki að skipa Karl Axelsson í embætti hæstaréttardómara. Vilji hún skipan annan í embættið þarf hún að leggja fram tillögu þess efnis fram á þingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar barst. Það þýðir því að Ólöf þyrfti að leggja fram slíka tillögu fyrir 6. október næstkomandi.
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10
Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00
„Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25