Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 18:05 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. vísir/ernir Mikið hefur verið rætt um það hvernig staðið er að skipan hæstaréttardómara eftir að dómnefnd, skipuð fimm körlum, mat Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir málið benda til að endurskoða megi reglur um skipan dómara. Karl var metinn hæfari en Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu. Í samtali við RÚV segist Ólöf hissa á mati dómnefndar en hún telur alla umsækjendurna afar hæfa til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Ferlið í kringum það hvernig dómari við Hæstarétt er skipaður er ekki óumdeilt. Í dómnefnd sitja fimm manns en hún er nú eingöngu skipuð körlum. Tveir þeirra eru skipaðir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélagi Íslands og einn af Alþingi. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Reglurnar um skipan dómara eru frá árinu 2010. Ólöf segir að öðru hvoru hafi vaknað upp spurningar hvort breytingar þurfi að gera á ferlinu. „Þarna erum við að tala um afskaplega hæft fólk sem þarna sækir um. Mér finnst þetta benda til þess að það sé ekki úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara,“ segir Ólöf. Samkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundin af mati nefndarinnar. Þó er kveðið á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá þessu ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið en þann sem dómnefnd hefur gert tillögu um. Ólöf þarf því ekki að skipa Karl Axelsson í embætti hæstaréttardómara. Vilji hún skipan annan í embættið þarf hún að leggja fram tillögu þess efnis fram á þingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar barst. Það þýðir því að Ólöf þyrfti að leggja fram slíka tillögu fyrir 6. október næstkomandi. Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um það hvernig staðið er að skipan hæstaréttardómara eftir að dómnefnd, skipuð fimm körlum, mat Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir málið benda til að endurskoða megi reglur um skipan dómara. Karl var metinn hæfari en Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu. Í samtali við RÚV segist Ólöf hissa á mati dómnefndar en hún telur alla umsækjendurna afar hæfa til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Ferlið í kringum það hvernig dómari við Hæstarétt er skipaður er ekki óumdeilt. Í dómnefnd sitja fimm manns en hún er nú eingöngu skipuð körlum. Tveir þeirra eru skipaðir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélagi Íslands og einn af Alþingi. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Reglurnar um skipan dómara eru frá árinu 2010. Ólöf segir að öðru hvoru hafi vaknað upp spurningar hvort breytingar þurfi að gera á ferlinu. „Þarna erum við að tala um afskaplega hæft fólk sem þarna sækir um. Mér finnst þetta benda til þess að það sé ekki úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara,“ segir Ólöf. Samkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundin af mati nefndarinnar. Þó er kveðið á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá þessu ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið en þann sem dómnefnd hefur gert tillögu um. Ólöf þarf því ekki að skipa Karl Axelsson í embætti hæstaréttardómara. Vilji hún skipan annan í embættið þarf hún að leggja fram tillögu þess efnis fram á þingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar barst. Það þýðir því að Ólöf þyrfti að leggja fram slíka tillögu fyrir 6. október næstkomandi.
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10
Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00
„Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25