Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 18:05 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. vísir/ernir Mikið hefur verið rætt um það hvernig staðið er að skipan hæstaréttardómara eftir að dómnefnd, skipuð fimm körlum, mat Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir málið benda til að endurskoða megi reglur um skipan dómara. Karl var metinn hæfari en Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu. Í samtali við RÚV segist Ólöf hissa á mati dómnefndar en hún telur alla umsækjendurna afar hæfa til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Ferlið í kringum það hvernig dómari við Hæstarétt er skipaður er ekki óumdeilt. Í dómnefnd sitja fimm manns en hún er nú eingöngu skipuð körlum. Tveir þeirra eru skipaðir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélagi Íslands og einn af Alþingi. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Reglurnar um skipan dómara eru frá árinu 2010. Ólöf segir að öðru hvoru hafi vaknað upp spurningar hvort breytingar þurfi að gera á ferlinu. „Þarna erum við að tala um afskaplega hæft fólk sem þarna sækir um. Mér finnst þetta benda til þess að það sé ekki úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara,“ segir Ólöf. Samkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundin af mati nefndarinnar. Þó er kveðið á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá þessu ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið en þann sem dómnefnd hefur gert tillögu um. Ólöf þarf því ekki að skipa Karl Axelsson í embætti hæstaréttardómara. Vilji hún skipan annan í embættið þarf hún að leggja fram tillögu þess efnis fram á þingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar barst. Það þýðir því að Ólöf þyrfti að leggja fram slíka tillögu fyrir 6. október næstkomandi. Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um það hvernig staðið er að skipan hæstaréttardómara eftir að dómnefnd, skipuð fimm körlum, mat Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir málið benda til að endurskoða megi reglur um skipan dómara. Karl var metinn hæfari en Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu. Í samtali við RÚV segist Ólöf hissa á mati dómnefndar en hún telur alla umsækjendurna afar hæfa til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Ferlið í kringum það hvernig dómari við Hæstarétt er skipaður er ekki óumdeilt. Í dómnefnd sitja fimm manns en hún er nú eingöngu skipuð körlum. Tveir þeirra eru skipaðir af Hæstarétti, einn af dómstólaráði, einn af Lögmannafélagi Íslands og einn af Alþingi. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Reglurnar um skipan dómara eru frá árinu 2010. Ólöf segir að öðru hvoru hafi vaknað upp spurningar hvort breytingar þurfi að gera á ferlinu. „Þarna erum við að tala um afskaplega hæft fólk sem þarna sækir um. Mér finnst þetta benda til þess að það sé ekki úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara,“ segir Ólöf. Samkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundin af mati nefndarinnar. Þó er kveðið á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá þessu ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið en þann sem dómnefnd hefur gert tillögu um. Ólöf þarf því ekki að skipa Karl Axelsson í embætti hæstaréttardómara. Vilji hún skipan annan í embættið þarf hún að leggja fram tillögu þess efnis fram á þingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar barst. Það þýðir því að Ólöf þyrfti að leggja fram slíka tillögu fyrir 6. október næstkomandi.
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 „Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10
Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00
„Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar við HR, gerir lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti að umtalsefni í nýrri grein sem hún ritar. 24. september 2015 18:25
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent