„Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2015 18:25 Af þeim tíu dómurum sem skipa hæstarétt er ein kona. Vísir/GVA Ragnhildur Helgadóttir, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gerir lágt hlutfall kvenna við Hæstarétt að umtalsefni í grein sinni sem birtast mun í Tímariti HR sem kemur út í október. Greinin var birt á vef skólans í dag en tilefni skrifa Ragnhildar er 100 ára kosningaafmæli kvenna sem var í sumar. Mikið hefur verið fjallað um ráðningu hæstaréttardómara eftir að frá því var greint í gær að dómnefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda taldi Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Aðrir umsækjendur voru Ingveldur Eiríksdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindastól Evrópu. Dómnefndin sem mat Karl hæfastan er skipuð fimm körlum. Í grein sinni bendir Ragnhildur á að stór hluti héraðsdómara eru konur eða 20 af 43. Hins vegar er aðeins ein kona á meðal tíu hæstaréttardómara. Hún ber þetta hlutfall saman við Alþingi þar sem hlutfall kvenna hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er nú í kringum 40 prósent. Ragnhildur segir að flestum finnist skipta máli að á þingi „sitji misjafnt fólk með misjafna reynslu; á ýmsum aldri, af báðum kynjum, með mismunandi menntun og lífsreynslu.“ Mikilvægi þess að konur sitji á Alþingi grundvallast „þó ekki alltaf á skoðun um að konur og karlar séu ólík, og því skipti fjölbreytni máli fyrir vinnubrögð og niðurstöðu í málum, heldur vilja langflestir að á þingi sitji fjölbreyttur hópur fólks sem endurspegli okkur flest eða öll,“ segir í grein Ragnhildar. Þessi rök um „táknrænt mikilvægi blandaðs hóps og rökin um speglun“ eiga jafnframt við um dómstólana að mati Ragnhildar þrátt fyrir að hlutverk þeirra sé gerólíkt hlutverki þingsins. Það sé nefnilega mjög mikilvægt að konur geti speglað sig í dómstólum landsins enda leita þær réttar síns líkt og karlar. Það skipti því máli, rétt eins og á Alþingi, að það sjáist að konur taki ákvarðanir á æðstu stöðum líkt og karlar. „Það er þess vegna skrýtið – þó horft sé til mismunandi hlutverka Alþingis annars vegar og dómstóla hins vegar – að við sem þjóð vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti.“ Grein Ragnhildar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gerir lágt hlutfall kvenna við Hæstarétt að umtalsefni í grein sinni sem birtast mun í Tímariti HR sem kemur út í október. Greinin var birt á vef skólans í dag en tilefni skrifa Ragnhildar er 100 ára kosningaafmæli kvenna sem var í sumar. Mikið hefur verið fjallað um ráðningu hæstaréttardómara eftir að frá því var greint í gær að dómnefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda taldi Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Aðrir umsækjendur voru Ingveldur Eiríksdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindastól Evrópu. Dómnefndin sem mat Karl hæfastan er skipuð fimm körlum. Í grein sinni bendir Ragnhildur á að stór hluti héraðsdómara eru konur eða 20 af 43. Hins vegar er aðeins ein kona á meðal tíu hæstaréttardómara. Hún ber þetta hlutfall saman við Alþingi þar sem hlutfall kvenna hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er nú í kringum 40 prósent. Ragnhildur segir að flestum finnist skipta máli að á þingi „sitji misjafnt fólk með misjafna reynslu; á ýmsum aldri, af báðum kynjum, með mismunandi menntun og lífsreynslu.“ Mikilvægi þess að konur sitji á Alþingi grundvallast „þó ekki alltaf á skoðun um að konur og karlar séu ólík, og því skipti fjölbreytni máli fyrir vinnubrögð og niðurstöðu í málum, heldur vilja langflestir að á þingi sitji fjölbreyttur hópur fólks sem endurspegli okkur flest eða öll,“ segir í grein Ragnhildar. Þessi rök um „táknrænt mikilvægi blandaðs hóps og rökin um speglun“ eiga jafnframt við um dómstólana að mati Ragnhildar þrátt fyrir að hlutverk þeirra sé gerólíkt hlutverki þingsins. Það sé nefnilega mjög mikilvægt að konur geti speglað sig í dómstólum landsins enda leita þær réttar síns líkt og karlar. Það skipti því máli, rétt eins og á Alþingi, að það sjáist að konur taki ákvarðanir á æðstu stöðum líkt og karlar. „Það er þess vegna skrýtið – þó horft sé til mismunandi hlutverka Alþingis annars vegar og dómstóla hins vegar – að við sem þjóð vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti.“ Grein Ragnhildar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10
Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16
Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35