„Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2015 18:25 Af þeim tíu dómurum sem skipa hæstarétt er ein kona. Vísir/GVA Ragnhildur Helgadóttir, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gerir lágt hlutfall kvenna við Hæstarétt að umtalsefni í grein sinni sem birtast mun í Tímariti HR sem kemur út í október. Greinin var birt á vef skólans í dag en tilefni skrifa Ragnhildar er 100 ára kosningaafmæli kvenna sem var í sumar. Mikið hefur verið fjallað um ráðningu hæstaréttardómara eftir að frá því var greint í gær að dómnefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda taldi Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Aðrir umsækjendur voru Ingveldur Eiríksdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindastól Evrópu. Dómnefndin sem mat Karl hæfastan er skipuð fimm körlum. Í grein sinni bendir Ragnhildur á að stór hluti héraðsdómara eru konur eða 20 af 43. Hins vegar er aðeins ein kona á meðal tíu hæstaréttardómara. Hún ber þetta hlutfall saman við Alþingi þar sem hlutfall kvenna hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er nú í kringum 40 prósent. Ragnhildur segir að flestum finnist skipta máli að á þingi „sitji misjafnt fólk með misjafna reynslu; á ýmsum aldri, af báðum kynjum, með mismunandi menntun og lífsreynslu.“ Mikilvægi þess að konur sitji á Alþingi grundvallast „þó ekki alltaf á skoðun um að konur og karlar séu ólík, og því skipti fjölbreytni máli fyrir vinnubrögð og niðurstöðu í málum, heldur vilja langflestir að á þingi sitji fjölbreyttur hópur fólks sem endurspegli okkur flest eða öll,“ segir í grein Ragnhildar. Þessi rök um „táknrænt mikilvægi blandaðs hóps og rökin um speglun“ eiga jafnframt við um dómstólana að mati Ragnhildar þrátt fyrir að hlutverk þeirra sé gerólíkt hlutverki þingsins. Það sé nefnilega mjög mikilvægt að konur geti speglað sig í dómstólum landsins enda leita þær réttar síns líkt og karlar. Það skipti því máli, rétt eins og á Alþingi, að það sjáist að konur taki ákvarðanir á æðstu stöðum líkt og karlar. „Það er þess vegna skrýtið – þó horft sé til mismunandi hlutverka Alþingis annars vegar og dómstóla hins vegar – að við sem þjóð vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti.“ Grein Ragnhildar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gerir lágt hlutfall kvenna við Hæstarétt að umtalsefni í grein sinni sem birtast mun í Tímariti HR sem kemur út í október. Greinin var birt á vef skólans í dag en tilefni skrifa Ragnhildar er 100 ára kosningaafmæli kvenna sem var í sumar. Mikið hefur verið fjallað um ráðningu hæstaréttardómara eftir að frá því var greint í gær að dómnefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda taldi Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Aðrir umsækjendur voru Ingveldur Eiríksdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindastól Evrópu. Dómnefndin sem mat Karl hæfastan er skipuð fimm körlum. Í grein sinni bendir Ragnhildur á að stór hluti héraðsdómara eru konur eða 20 af 43. Hins vegar er aðeins ein kona á meðal tíu hæstaréttardómara. Hún ber þetta hlutfall saman við Alþingi þar sem hlutfall kvenna hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er nú í kringum 40 prósent. Ragnhildur segir að flestum finnist skipta máli að á þingi „sitji misjafnt fólk með misjafna reynslu; á ýmsum aldri, af báðum kynjum, með mismunandi menntun og lífsreynslu.“ Mikilvægi þess að konur sitji á Alþingi grundvallast „þó ekki alltaf á skoðun um að konur og karlar séu ólík, og því skipti fjölbreytni máli fyrir vinnubrögð og niðurstöðu í málum, heldur vilja langflestir að á þingi sitji fjölbreyttur hópur fólks sem endurspegli okkur flest eða öll,“ segir í grein Ragnhildar. Þessi rök um „táknrænt mikilvægi blandaðs hóps og rökin um speglun“ eiga jafnframt við um dómstólana að mati Ragnhildar þrátt fyrir að hlutverk þeirra sé gerólíkt hlutverki þingsins. Það sé nefnilega mjög mikilvægt að konur geti speglað sig í dómstólum landsins enda leita þær réttar síns líkt og karlar. Það skipti því máli, rétt eins og á Alþingi, að það sjáist að konur taki ákvarðanir á æðstu stöðum líkt og karlar. „Það er þess vegna skrýtið – þó horft sé til mismunandi hlutverka Alþingis annars vegar og dómstóla hins vegar – að við sem þjóð vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti.“ Grein Ragnhildar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10
Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16
Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent