Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. september 2015 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti bíður eftir því að komast að í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“ Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“
Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira