Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. september 2015 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti bíður eftir því að komast að í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“ Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira