Segja Mueller ekki hafa fallið í loftárás Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2015 12:00 Kayla Mueller Vísir/EPA Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga. Mið-Austurlönd Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira