Innlent

Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór vill að núverandi ríkisstjórn efni samkomulag sem fyrri ríkisstjórn sveik.
Guðlaugur Þór vill að núverandi ríkisstjórn efni samkomulag sem fyrri ríkisstjórn sveik. Vísir/Vilhelm
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvatti áheyrendur til þess að lesa viðtal við Björk Vilhelmsdóttur í Fréttablaðinu fyrir helgi og sagði hana hafa þar farið með heilbrigða skynsemi. Hann vill að velferðarnefnd skoði að lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga verði breytt svo hægt verði að skilyrða fjárhagsaðstoð. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í dag.

„Við viljum hjálpa þeim sem þarf að hjálpa og gera það vel. En stóra málið er að við viljum hjálpa fólki til sjálfshjálpar.“ Björk er formaður velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg og hefur komið að velferðarmálum hjá borginni um árabil.

„Formaður velferðarráðs fer yfir það að við séum komin í ákveðnar ógöngur hvað þetta varðar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann nefndi að félagsráðgjafar telja nokkrir það til mannréttinda að liggja heima og reykja kannabis í stað þess að hvetja fólk áfram og koma því á rétta  braut.

Guðlaugur vísaði þá í orð Bjarkar um að samið hefði verið við síðustu ríkisstjórn að breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga svo hægt sé að skilyrða fjárhagsaðstoð en það er ekki heimilt samkvmæt lögunum nú. Björk sagði ríkisstjórnina hafa svikið þetta samkomulag en Guðlaugur Þór vill að ríkisstjórnin nú taki málið upp á sína arma og hann hvatti velferðarnefnd til þess að fara yfir þessi mál.


Tengdar fréttir

Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn

Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×