Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2015 10:28 Björk og Sigríður Ingibjörg virðast samkvæmt nýjustu fréttum veriða pólitískir andstæðingar. Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira