Erlent

Rannsóknin á hvarfi Madeleine hefur kostað þrjá milljarða

Atli Ísleifsson skrifar
Madeleine var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf.
Madeleine var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf. Vísir/EPA
Rannsóknin á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann hefur kostað 15,7 milljónir punda, eða rúmlega þrjá milljarða króna, og er búist við að kostnaðurinn muni enn aukast.

Bresk yfirvöld hafa fengið 3,1 milljónir punda, um 600 milljónir króna, úthlutað vegna leitarinnar á næsta ári.

Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn á breska þinginu sem birt var í dag.

Madeleine var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf sporlaust úr hótelíbúð fjölskyldu sinnar í portúgalska bænum Praia da Luz þann 3. maí 2007. Foreldrar hennar höfðu þá skilið hana og yngri tvíburabræður hennar eftir ein í íbúðinni á meðan þeir fóru út að borða á nálægum veitingastað.

Fjöldi fólks hefur verið yfirheyrt vegna rannsóknarinnar sem hefur þó litlu skilað.

Kate og Gerry McCann, foreldrar Madeleine, hófu umfangsmikla leitarherferð eftir að hún hvarf og telja hana enn vera á lífi.


Tengdar fréttir

Rannsaka líkamsleifar stúlku vegna hvarfs McCann

Líkamsleifar stúlku sem fundust í skjalatösku við ástralskan þjóðveg gefa breskum rannsóknarlögreglumönnum tilefni til að telja að um Madeline McCann kunni að vera ræða, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir 8 árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×