Þrettán handteknir til viðbótar vegna flótta eiturlyfjabaróns Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2015 20:57 Guzman slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól. Vísir/EPA Mexíkósk yfirvöld hafa handtekið þrettán til viðbótar í tengslum við rannsóknina á fangelsisflótta eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo" Guzman. Hann er sagður einn valdamesti glæpamaður heimsins í dag en hann er eftirlýstur í Mexíkó og Bandaríkjunum fyrir glæpi sína. Hann slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 11. júlí síðastliðinn með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól.Sjá einnig: Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Þetta var í annað skiptið sem hann nær að strjúka úr fangelsi. Síðast var það árið 2001 en það tók yfirvöld í Mexíkó þrettán ár að hafa upp á honum. Bandaríska fréttastofan CNN segir fjölmarga hafa verið grunaða um að hafa aðstoðað Guzman við flóttann en sex dögum eftir að hann slapp úr fangelsinu voru sjö starfsmenn fangelsisins handteknir. Eftir að Guzman hvarf úr augsýn eftirlitsmyndavéla í sturtuklefanum liðu átján mínútur áður en fangaverðir fóru og athuguðu málið. Nærri því hálftími leið frá þeirri stundu þar til tilkynnt var um flótta hans. Grunur innanríkisráðuneytisins í Mexíkó beindist fljótlega að starfsmönnum fangelsisins en CNN segir rannsóknarblaðamanninn AnabelHernandez hafa komist að því að yfirvöld hefðu haft fjölda vísbendinga um að Guzman væri að undirbúa flótta. Til að mynda var vitað frá því í mars að aðilar á vegum Guzmans hefðu skoðað teikningar af fangelsinu. Þá höfðu fangar kvartað yfir miklum hávaða sem væri í líkingu við stórframkvæmdir.Hernandez hafði komist yfir yfirheyrslugögn í tengslum við rannsókn á flóttanum en CNN segir embætti ríkissaksóknara Mexíkó hafa neitað að tjá sig um málið.Guzman er leiðtogi Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru sögð standa að baki miklum innflutningi á kannabisefnum, kókaíni og heróíni til Bandaríkjanna. Bandaríska tímaritið Forbes lagði eitt sinn mat á auðæfi Guzman sem voru talin nema einum milljarði Bandaríkjadala. Yfirvöld hafa heitið 3,8 milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Tengdar fréttir Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00 Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Sjá meira
Mexíkósk yfirvöld hafa handtekið þrettán til viðbótar í tengslum við rannsóknina á fangelsisflótta eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo" Guzman. Hann er sagður einn valdamesti glæpamaður heimsins í dag en hann er eftirlýstur í Mexíkó og Bandaríkjunum fyrir glæpi sína. Hann slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 11. júlí síðastliðinn með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól.Sjá einnig: Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Þetta var í annað skiptið sem hann nær að strjúka úr fangelsi. Síðast var það árið 2001 en það tók yfirvöld í Mexíkó þrettán ár að hafa upp á honum. Bandaríska fréttastofan CNN segir fjölmarga hafa verið grunaða um að hafa aðstoðað Guzman við flóttann en sex dögum eftir að hann slapp úr fangelsinu voru sjö starfsmenn fangelsisins handteknir. Eftir að Guzman hvarf úr augsýn eftirlitsmyndavéla í sturtuklefanum liðu átján mínútur áður en fangaverðir fóru og athuguðu málið. Nærri því hálftími leið frá þeirri stundu þar til tilkynnt var um flótta hans. Grunur innanríkisráðuneytisins í Mexíkó beindist fljótlega að starfsmönnum fangelsisins en CNN segir rannsóknarblaðamanninn AnabelHernandez hafa komist að því að yfirvöld hefðu haft fjölda vísbendinga um að Guzman væri að undirbúa flótta. Til að mynda var vitað frá því í mars að aðilar á vegum Guzmans hefðu skoðað teikningar af fangelsinu. Þá höfðu fangar kvartað yfir miklum hávaða sem væri í líkingu við stórframkvæmdir.Hernandez hafði komist yfir yfirheyrslugögn í tengslum við rannsókn á flóttanum en CNN segir embætti ríkissaksóknara Mexíkó hafa neitað að tjá sig um málið.Guzman er leiðtogi Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru sögð standa að baki miklum innflutningi á kannabisefnum, kókaíni og heróíni til Bandaríkjanna. Bandaríska tímaritið Forbes lagði eitt sinn mat á auðæfi Guzman sem voru talin nema einum milljarði Bandaríkjadala. Yfirvöld hafa heitið 3,8 milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans.
Tengdar fréttir Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00 Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Sjá meira
Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00
Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22
Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57
Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00