Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júlí 2015 07:57 Göngin þykja mjög fullkomin og líklegt að aðrir fangar, og jafnvel fangaverðir, hafi komið að gerð þeirra. vísir/ap Mexíkósk yfirvöld hafa enn ekki hugmynd um hvar eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman er niðurkominn. Þau bjóða hverjum þeim sem getur vísað á hann 3,8 milljónir dollara í fundarlaun. CNN greinir frá. Síðastliðinn laugardag fór Guzman inn í sturtuklefa í Almoloya de Juarez öryggisfangelsinu og gekk út í frelsið eftir mílu löngum göngum sem virðast hafa verið byggð sérstaklega fyrir hann. Guzman, oft kallaður „hinn smávaxni“, er mikill sérfræðingur í að grafa göng enda þurft að smíða þau nokkur til að koma eiturlyfjum yfir landamærin til Bandaríkjanna.Joaquin Guzmanmynd/embætti saksóknara í mexikó„Fyrstu 72 klukkustundirnar eftir flóttann eru þær mikilvægustu,“ segir Mike Braun fyrrum yfirmaður í fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna en hann hefur varið fjölda ára í að rannsaka Guzman. „Ef hann næst ekki á fyrstu þremur dögunum eru yfirgnæfandi líkur á að við munum aldrei sjá hann aftur.“ Sextíu milljónum pesóa hefur verið heitið til höfuðs Guzman. Yfirvöld birtu einnig nýja mynd af honum þar sem hann sést rakaður og án yfirvaraskeggs síns sem hefur, auk smæðarinnar, löngum verið hans aðalsmerki. Fjöldi fanga í fangelsinu hefur verið yfirheyrður vegna málsins og allir yfirmenn þess hafa verið látnir taka poka sinn. Talið er nær öruggt að þeir hafi aðstoðað við flóttann. Göngin sem hann slapp út um voru engin hrákasmíð en þau voru mílulöng, með loftræstikerfi og rúmlega 160 sentimetrar á hæð. Akkúrat passleg svo Guzman gæti gengið uppréttur út í frelsið. Þetta er í annað sinn á þessari öld sem hinn smávaxni sleppur úr fangelsi í landinu. Í fyrra skiptið tók það hann átta ár en það gerðist árið 2001. Núna var hann aðeins tæpt eitt og hálft ár að grafa sig út. Hinn smávaxni er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum. Tengdar fréttir Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Mexíkósk yfirvöld hafa enn ekki hugmynd um hvar eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman er niðurkominn. Þau bjóða hverjum þeim sem getur vísað á hann 3,8 milljónir dollara í fundarlaun. CNN greinir frá. Síðastliðinn laugardag fór Guzman inn í sturtuklefa í Almoloya de Juarez öryggisfangelsinu og gekk út í frelsið eftir mílu löngum göngum sem virðast hafa verið byggð sérstaklega fyrir hann. Guzman, oft kallaður „hinn smávaxni“, er mikill sérfræðingur í að grafa göng enda þurft að smíða þau nokkur til að koma eiturlyfjum yfir landamærin til Bandaríkjanna.Joaquin Guzmanmynd/embætti saksóknara í mexikó„Fyrstu 72 klukkustundirnar eftir flóttann eru þær mikilvægustu,“ segir Mike Braun fyrrum yfirmaður í fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna en hann hefur varið fjölda ára í að rannsaka Guzman. „Ef hann næst ekki á fyrstu þremur dögunum eru yfirgnæfandi líkur á að við munum aldrei sjá hann aftur.“ Sextíu milljónum pesóa hefur verið heitið til höfuðs Guzman. Yfirvöld birtu einnig nýja mynd af honum þar sem hann sést rakaður og án yfirvaraskeggs síns sem hefur, auk smæðarinnar, löngum verið hans aðalsmerki. Fjöldi fanga í fangelsinu hefur verið yfirheyrður vegna málsins og allir yfirmenn þess hafa verið látnir taka poka sinn. Talið er nær öruggt að þeir hafi aðstoðað við flóttann. Göngin sem hann slapp út um voru engin hrákasmíð en þau voru mílulöng, með loftræstikerfi og rúmlega 160 sentimetrar á hæð. Akkúrat passleg svo Guzman gæti gengið uppréttur út í frelsið. Þetta er í annað sinn á þessari öld sem hinn smávaxni sleppur úr fangelsi í landinu. Í fyrra skiptið tók það hann átta ár en það gerðist árið 2001. Núna var hann aðeins tæpt eitt og hálft ár að grafa sig út. Hinn smávaxni er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum.
Tengdar fréttir Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22
Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00