Erlent

Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Göngin eru rúmir 160 cm á hæð þannig að Guzman gat gengið uppréttur úr þeim.
Göngin eru rúmir 160 cm á hæð þannig að Guzman gat gengið uppréttur úr þeim. vísir/getty
Yfirvöld í Mexíkó hafa hleypt ljósmyndurum í göngin sem eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman notaði til að flýja úr Altiplano öryggisfangelsinu. Á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá tæki sem Guzman notaði til að grafa þau en þar má nefna lítinn mótorknúinn vagn til að flytja jarðveg. 

Guzman, sem kallaður hefur verið hinn smávaxni, slapp úr fangelsinu síðastliðinn laugardag. Hann fór út um mílu löng göng sem hann hafði grafið úr sturtuklefa sínum. Nær öruggt er að starfsmenn fangelsisins hafi aðstoðað hann við flóttann. 

Guzman hefur hagnast gífurlega á sölu fíkniefna til landa í kringum Mexíkó. Hann er í tíunda sæti á lista yfir ríkustu menn Mexíkó og hefur Forbes sett hann ítrekað á lista yfir valdamestu menn jarðarinnar. Mexíkósk stjórnvöld hafa heitið tæpum fjórum milljónum dollara handa hverjum þeim sem veit hvar hann er niðurkominn.

Myndir úr göngunum og klefa Guzman má sjá hér að neðan.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/epa
vísir/getty
vísir/getty
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×