Úðarar í Auschwitz reita safngesti til reiði Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 21:55 mynd/twitter Ísraelsmenn sem heimsóttu útrýmingarbúðirnar í Auschwitz á dögunum rak í rogastans þegar þeir komu að úðurum nærri inngangi safnsins, ef marka má fjölda vefmiðla um víða veröld. Úðurunum var komið fyrir til að kæla niður gesti safnsins en mörgum þóttu úðararnir vera heldur ósmekklegir í ljósi gasklefana sem áður tóku milljónir manna af lífi í útrýmingarbúðunum. „Um leið og ég steig úr rútunni labbaði ég inni í úðaraferlíkið,“ sagði Meyer Bolka, einn Ísraelsmannanna sem heimsótti safnið við Ynet-fréttastofuna. „Ég fékk áfall, þetta var eins og að fá högg í magann.“ Að sögn Bolka notuðu margir yngri gesta safnsins úðarana til að kæla sig niður en staðsetning þeirra reitti víst marga eldri safngestina til mikillar reiði."Showers" placed at Auschwitz entrance http://t.co/VS7s1WcHX5 pic.twitter.com/rzlQJdpksh— Ynetnews (@ynetnews) August 31, 2015 „Mér finnst að staður sem þessi hefði mátt hugsa betur um þau hugrenningartengsl sem þessir úðarar myndu kalla fram,“ bætti Bolka við. „Ef þú vilt kæla niður fólk þá verðurðu að láta þér detta eitthvað annað í hug. Það var ekki falleg sjón að sjá þessa úðara.“ Talið er að um milljón gyðingar, Rómafólk, sovétmenn og aðrir fangar nasista hafi verið teknir af lífi í Auschwitz, þar af margir í gasklefunum sem úðararnir þykja svipa til. Fram kemur í frétt Ynet að aðstandendur safnsins hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma það að fólk hafi móðgast enda hafi það alls ekki verið ætlunin með uppsetningu úðaranna. Meiningin hafi einungis verið að kæla niður fólk á einum heitasta degi ársins. Uppsetning úðaranna verður endurmetin á næstu dögum. Heimsóknum á safnið hefur fjölgað mikið á þessu ári en talið er að um 250 þúsund manns hafi sótt í Auschwitz á fyrstu þremur mánuðum ársins – sem er aukning um 40 prósent milli ára.ככה נראית עכשיו הכניסה לאושוויץ בירקנאו. צינורות עם מים להפגת החום. נשלח ע"י מבקרים ישראלים שלא אהבו את איך שזה נראהמה דעתכם?Posted by הצינור on Sunday, 30 August 2015 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Ísraelsmenn sem heimsóttu útrýmingarbúðirnar í Auschwitz á dögunum rak í rogastans þegar þeir komu að úðurum nærri inngangi safnsins, ef marka má fjölda vefmiðla um víða veröld. Úðurunum var komið fyrir til að kæla niður gesti safnsins en mörgum þóttu úðararnir vera heldur ósmekklegir í ljósi gasklefana sem áður tóku milljónir manna af lífi í útrýmingarbúðunum. „Um leið og ég steig úr rútunni labbaði ég inni í úðaraferlíkið,“ sagði Meyer Bolka, einn Ísraelsmannanna sem heimsótti safnið við Ynet-fréttastofuna. „Ég fékk áfall, þetta var eins og að fá högg í magann.“ Að sögn Bolka notuðu margir yngri gesta safnsins úðarana til að kæla sig niður en staðsetning þeirra reitti víst marga eldri safngestina til mikillar reiði."Showers" placed at Auschwitz entrance http://t.co/VS7s1WcHX5 pic.twitter.com/rzlQJdpksh— Ynetnews (@ynetnews) August 31, 2015 „Mér finnst að staður sem þessi hefði mátt hugsa betur um þau hugrenningartengsl sem þessir úðarar myndu kalla fram,“ bætti Bolka við. „Ef þú vilt kæla niður fólk þá verðurðu að láta þér detta eitthvað annað í hug. Það var ekki falleg sjón að sjá þessa úðara.“ Talið er að um milljón gyðingar, Rómafólk, sovétmenn og aðrir fangar nasista hafi verið teknir af lífi í Auschwitz, þar af margir í gasklefunum sem úðararnir þykja svipa til. Fram kemur í frétt Ynet að aðstandendur safnsins hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma það að fólk hafi móðgast enda hafi það alls ekki verið ætlunin með uppsetningu úðaranna. Meiningin hafi einungis verið að kæla niður fólk á einum heitasta degi ársins. Uppsetning úðaranna verður endurmetin á næstu dögum. Heimsóknum á safnið hefur fjölgað mikið á þessu ári en talið er að um 250 þúsund manns hafi sótt í Auschwitz á fyrstu þremur mánuðum ársins – sem er aukning um 40 prósent milli ára.ככה נראית עכשיו הכניסה לאושוויץ בירקנאו. צינורות עם מים להפגת החום. נשלח ע"י מבקרים ישראלים שלא אהבו את איך שזה נראהמה דעתכם?Posted by הצינור on Sunday, 30 August 2015
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira