Úðarar í Auschwitz reita safngesti til reiði Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 21:55 mynd/twitter Ísraelsmenn sem heimsóttu útrýmingarbúðirnar í Auschwitz á dögunum rak í rogastans þegar þeir komu að úðurum nærri inngangi safnsins, ef marka má fjölda vefmiðla um víða veröld. Úðurunum var komið fyrir til að kæla niður gesti safnsins en mörgum þóttu úðararnir vera heldur ósmekklegir í ljósi gasklefana sem áður tóku milljónir manna af lífi í útrýmingarbúðunum. „Um leið og ég steig úr rútunni labbaði ég inni í úðaraferlíkið,“ sagði Meyer Bolka, einn Ísraelsmannanna sem heimsótti safnið við Ynet-fréttastofuna. „Ég fékk áfall, þetta var eins og að fá högg í magann.“ Að sögn Bolka notuðu margir yngri gesta safnsins úðarana til að kæla sig niður en staðsetning þeirra reitti víst marga eldri safngestina til mikillar reiði."Showers" placed at Auschwitz entrance http://t.co/VS7s1WcHX5 pic.twitter.com/rzlQJdpksh— Ynetnews (@ynetnews) August 31, 2015 „Mér finnst að staður sem þessi hefði mátt hugsa betur um þau hugrenningartengsl sem þessir úðarar myndu kalla fram,“ bætti Bolka við. „Ef þú vilt kæla niður fólk þá verðurðu að láta þér detta eitthvað annað í hug. Það var ekki falleg sjón að sjá þessa úðara.“ Talið er að um milljón gyðingar, Rómafólk, sovétmenn og aðrir fangar nasista hafi verið teknir af lífi í Auschwitz, þar af margir í gasklefunum sem úðararnir þykja svipa til. Fram kemur í frétt Ynet að aðstandendur safnsins hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma það að fólk hafi móðgast enda hafi það alls ekki verið ætlunin með uppsetningu úðaranna. Meiningin hafi einungis verið að kæla niður fólk á einum heitasta degi ársins. Uppsetning úðaranna verður endurmetin á næstu dögum. Heimsóknum á safnið hefur fjölgað mikið á þessu ári en talið er að um 250 þúsund manns hafi sótt í Auschwitz á fyrstu þremur mánuðum ársins – sem er aukning um 40 prósent milli ára.ככה נראית עכשיו הכניסה לאושוויץ בירקנאו. צינורות עם מים להפגת החום. נשלח ע"י מבקרים ישראלים שלא אהבו את איך שזה נראהמה דעתכם?Posted by הצינור on Sunday, 30 August 2015 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Ísraelsmenn sem heimsóttu útrýmingarbúðirnar í Auschwitz á dögunum rak í rogastans þegar þeir komu að úðurum nærri inngangi safnsins, ef marka má fjölda vefmiðla um víða veröld. Úðurunum var komið fyrir til að kæla niður gesti safnsins en mörgum þóttu úðararnir vera heldur ósmekklegir í ljósi gasklefana sem áður tóku milljónir manna af lífi í útrýmingarbúðunum. „Um leið og ég steig úr rútunni labbaði ég inni í úðaraferlíkið,“ sagði Meyer Bolka, einn Ísraelsmannanna sem heimsótti safnið við Ynet-fréttastofuna. „Ég fékk áfall, þetta var eins og að fá högg í magann.“ Að sögn Bolka notuðu margir yngri gesta safnsins úðarana til að kæla sig niður en staðsetning þeirra reitti víst marga eldri safngestina til mikillar reiði."Showers" placed at Auschwitz entrance http://t.co/VS7s1WcHX5 pic.twitter.com/rzlQJdpksh— Ynetnews (@ynetnews) August 31, 2015 „Mér finnst að staður sem þessi hefði mátt hugsa betur um þau hugrenningartengsl sem þessir úðarar myndu kalla fram,“ bætti Bolka við. „Ef þú vilt kæla niður fólk þá verðurðu að láta þér detta eitthvað annað í hug. Það var ekki falleg sjón að sjá þessa úðara.“ Talið er að um milljón gyðingar, Rómafólk, sovétmenn og aðrir fangar nasista hafi verið teknir af lífi í Auschwitz, þar af margir í gasklefunum sem úðararnir þykja svipa til. Fram kemur í frétt Ynet að aðstandendur safnsins hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma það að fólk hafi móðgast enda hafi það alls ekki verið ætlunin með uppsetningu úðaranna. Meiningin hafi einungis verið að kæla niður fólk á einum heitasta degi ársins. Uppsetning úðaranna verður endurmetin á næstu dögum. Heimsóknum á safnið hefur fjölgað mikið á þessu ári en talið er að um 250 þúsund manns hafi sótt í Auschwitz á fyrstu þremur mánuðum ársins – sem er aukning um 40 prósent milli ára.ככה נראית עכשיו הכניסה לאושוויץ בירקנאו. צינורות עם מים להפגת החום. נשלח ע"י מבקרים ישראלים שלא אהבו את איך שזה נראהמה דעתכם?Posted by הצינור on Sunday, 30 August 2015
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira