Úðarar í Auschwitz reita safngesti til reiði Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 21:55 mynd/twitter Ísraelsmenn sem heimsóttu útrýmingarbúðirnar í Auschwitz á dögunum rak í rogastans þegar þeir komu að úðurum nærri inngangi safnsins, ef marka má fjölda vefmiðla um víða veröld. Úðurunum var komið fyrir til að kæla niður gesti safnsins en mörgum þóttu úðararnir vera heldur ósmekklegir í ljósi gasklefana sem áður tóku milljónir manna af lífi í útrýmingarbúðunum. „Um leið og ég steig úr rútunni labbaði ég inni í úðaraferlíkið,“ sagði Meyer Bolka, einn Ísraelsmannanna sem heimsótti safnið við Ynet-fréttastofuna. „Ég fékk áfall, þetta var eins og að fá högg í magann.“ Að sögn Bolka notuðu margir yngri gesta safnsins úðarana til að kæla sig niður en staðsetning þeirra reitti víst marga eldri safngestina til mikillar reiði."Showers" placed at Auschwitz entrance http://t.co/VS7s1WcHX5 pic.twitter.com/rzlQJdpksh— Ynetnews (@ynetnews) August 31, 2015 „Mér finnst að staður sem þessi hefði mátt hugsa betur um þau hugrenningartengsl sem þessir úðarar myndu kalla fram,“ bætti Bolka við. „Ef þú vilt kæla niður fólk þá verðurðu að láta þér detta eitthvað annað í hug. Það var ekki falleg sjón að sjá þessa úðara.“ Talið er að um milljón gyðingar, Rómafólk, sovétmenn og aðrir fangar nasista hafi verið teknir af lífi í Auschwitz, þar af margir í gasklefunum sem úðararnir þykja svipa til. Fram kemur í frétt Ynet að aðstandendur safnsins hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma það að fólk hafi móðgast enda hafi það alls ekki verið ætlunin með uppsetningu úðaranna. Meiningin hafi einungis verið að kæla niður fólk á einum heitasta degi ársins. Uppsetning úðaranna verður endurmetin á næstu dögum. Heimsóknum á safnið hefur fjölgað mikið á þessu ári en talið er að um 250 þúsund manns hafi sótt í Auschwitz á fyrstu þremur mánuðum ársins – sem er aukning um 40 prósent milli ára.ככה נראית עכשיו הכניסה לאושוויץ בירקנאו. צינורות עם מים להפגת החום. נשלח ע"י מבקרים ישראלים שלא אהבו את איך שזה נראהמה דעתכם?Posted by הצינור on Sunday, 30 August 2015 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Ísraelsmenn sem heimsóttu útrýmingarbúðirnar í Auschwitz á dögunum rak í rogastans þegar þeir komu að úðurum nærri inngangi safnsins, ef marka má fjölda vefmiðla um víða veröld. Úðurunum var komið fyrir til að kæla niður gesti safnsins en mörgum þóttu úðararnir vera heldur ósmekklegir í ljósi gasklefana sem áður tóku milljónir manna af lífi í útrýmingarbúðunum. „Um leið og ég steig úr rútunni labbaði ég inni í úðaraferlíkið,“ sagði Meyer Bolka, einn Ísraelsmannanna sem heimsótti safnið við Ynet-fréttastofuna. „Ég fékk áfall, þetta var eins og að fá högg í magann.“ Að sögn Bolka notuðu margir yngri gesta safnsins úðarana til að kæla sig niður en staðsetning þeirra reitti víst marga eldri safngestina til mikillar reiði."Showers" placed at Auschwitz entrance http://t.co/VS7s1WcHX5 pic.twitter.com/rzlQJdpksh— Ynetnews (@ynetnews) August 31, 2015 „Mér finnst að staður sem þessi hefði mátt hugsa betur um þau hugrenningartengsl sem þessir úðarar myndu kalla fram,“ bætti Bolka við. „Ef þú vilt kæla niður fólk þá verðurðu að láta þér detta eitthvað annað í hug. Það var ekki falleg sjón að sjá þessa úðara.“ Talið er að um milljón gyðingar, Rómafólk, sovétmenn og aðrir fangar nasista hafi verið teknir af lífi í Auschwitz, þar af margir í gasklefunum sem úðararnir þykja svipa til. Fram kemur í frétt Ynet að aðstandendur safnsins hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma það að fólk hafi móðgast enda hafi það alls ekki verið ætlunin með uppsetningu úðaranna. Meiningin hafi einungis verið að kæla niður fólk á einum heitasta degi ársins. Uppsetning úðaranna verður endurmetin á næstu dögum. Heimsóknum á safnið hefur fjölgað mikið á þessu ári en talið er að um 250 þúsund manns hafi sótt í Auschwitz á fyrstu þremur mánuðum ársins – sem er aukning um 40 prósent milli ára.ככה נראית עכשיו הכניסה לאושוויץ בירקנאו. צינורות עם מים להפגת החום. נשלח ע"י מבקרים ישראלים שלא אהבו את איך שזה נראהמה דעתכם?Posted by הצינור on Sunday, 30 August 2015
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira