Erlent

Slökkva ekki á hátalarakerfinu nema að Norður-Kórea biðjist afsökunar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Forseti Suður-Kóreu segir ríkið vilja afsökunarbeiðni vegna jarðsprengju sem slasaði tvo hermenn. Árangurslausar viðræður um lausnir á deilunni hafa staðið alla helgina.
Forseti Suður-Kóreu segir ríkið vilja afsökunarbeiðni vegna jarðsprengju sem slasaði tvo hermenn. Árangurslausar viðræður um lausnir á deilunni hafa staðið alla helgina. Vísir/AFP
Forseti Suður-Kóreu segir að útsendingar ríkisins á upplýsingum og tónlist yfir landamærin til norðurs haldi áfram þar til stjórnvöld í  Pyongyang  biðjist afsökunar á jarðsprengjum sem slösuðu tvo  suðurkóreska  hermenn.

Óvenju mikil spenna hefur verið á Kóreuskaganum síðustu daga eftir að skipst var á skotum þar í síðustu viku. Talið er að norðurkóreski herinn hafi verið að reyna að skjóta og eyðileggja hátalarakerfið þegar þeir skutu yfir landamærin. 

Norðurkóresk stjórnvöld hafa hótað hernaðaraðgerðum til að stöðva útsendinguna, sem fer fram í gegnum hátalarakerfi á landamærunum. Hefur herjum beggja ríkja verið skipað að undirbúa sig undir átök. 

Árangurslausar viðræður um lausnir á deilunni hafa staðið alla helgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×