Dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2015 15:00 Oleg Sentsov í dómssal í dag. Vísir/AFP Úkraínski kvikmyndagerðamaðurinn Oleg Sentsov var í dag dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Rússlandi. Hann var dæmdur af herdómstól fyrir að skipuleggja hryðjuverk á Krímskaga. Sentsov var handtekinn á mótmælum gegn innlimun Rússa á Krímskaga í maí, tveimur mánuðum eftir innlimunina. Annar Úkraínumaður, Alexander Kolchenko, var einnig dæmdur á sama tíma. Eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp sungu þeir þjóðsöng Úkraínu, eins og sjá má hér að neðan. Báðir voru þeir dæmdir til fangelsisvistar í hámarksöryggisfangelsi, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS. Á vef BBC segir að Sentsov hafi ávalt neitað ásökununum í sinn garð. Hann er sakaður um að hafa unnið að uppbyggingu hryðjuverka og sagður hafa komið að tveimur tilraunum til íkveikju í borginni Simferopol á Krímskaga eftir skipun frá öfgasamtökunum Right Sector. Yfirvöld í Kænugarði segja að verið sé að refsa Sentsov fyrir að vera mótfallinn innlimun Rússlands á Krímskaga. Rússar þverneita fyrir að Sentsov sé pólitískur fangi. Sjálfur neitar Sentsov að virða réttmæti dómstólsins og segir að hann hafi verið barinn ítrekað í fangelsi. Það hafi verið tilraun til að fá hann til að játa. Lögmaður hans segir að þær kröfur hafi ekki verið rannsakaðar. Hann segir að því hafi verið haldið fram að hann hafi sjálfur veitt sér áverka og að hann væri masókisti. Þar að auki segir Guardian frá því að helsta vitni ákæruvaldsins hafi dregið sögu sína til baka fyrir dómi. Sá sagði að hann hefði verið þvingaður með pyntingu til að koma sök á Sentsov. Lögmenn Sentsov og Kolchenko áttu þó ekki von á öðru en að skjólstæðingar sínir yrðu sakfelldir. Þeir segja helstu von þeirra vera fangaskipti á milli Rússlands og Úkraínu, þar sem rússneskum hermönnum sem eru í haldi úkraínska hersins og voru fangaðir í austurhluta Úkraínu, yrði sleppt í staðinn. Þó ætla þeir að áfrýja úrskurðinum.Sjá einnig: Eistneskur lögreglumaður dæmdur til þrælkunarvinnu í Rússlandi. Bandaríkin hafa haldið því fram að Sentsov og aðrir Úkraínumenn í haldi Rússa séu einfaldlega gíslar og ekki fangar. Þar á meðal er Nadiya Savchenko sem er flugmaður. Hún er sökuð um að hafa myrt tvo blaðamenn í austurhluta Úkraínu. Hún hefur verið sökuð um að hafa bent stórskotaliði á blaðamenninna tvo sem urðu fyrir sprengjuvörpuskoti. Þeir féllu þó tveimur tímum eftir að hún var handsömuð af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, sem færðu hana í hendur Rússa. Evrópskir kvikmyndagerðamen hafa komið af undirskriftarlista þar sem farið er fram á að Sentsov verði sleppt úr haldi. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir eru Mike Leigh, Ken Loach og Agnieszka Holland. Þar að auki hafa hafa kvikmyndagerðarmenn í Rússland lýst yfir efasemdum um málið. Þar á meðal er rússneski leikstjórinn Nikita Mikhalkov. Kveðja frá Petro Poroshenko, forseta Úkraínu, til Oleg Sentsov. Згоден зі словами Олега Сенцова - суд окупантів не може бути справедливим за визначенням.Тримайся, Олеже. Прийде час, і ті, хто організував над тобою судилище, самі опиняться на лаві підсудних!Posted by Петро Порошенко on Tuesday, August 25, 2015 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Úkraínski kvikmyndagerðamaðurinn Oleg Sentsov var í dag dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Rússlandi. Hann var dæmdur af herdómstól fyrir að skipuleggja hryðjuverk á Krímskaga. Sentsov var handtekinn á mótmælum gegn innlimun Rússa á Krímskaga í maí, tveimur mánuðum eftir innlimunina. Annar Úkraínumaður, Alexander Kolchenko, var einnig dæmdur á sama tíma. Eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp sungu þeir þjóðsöng Úkraínu, eins og sjá má hér að neðan. Báðir voru þeir dæmdir til fangelsisvistar í hámarksöryggisfangelsi, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS. Á vef BBC segir að Sentsov hafi ávalt neitað ásökununum í sinn garð. Hann er sakaður um að hafa unnið að uppbyggingu hryðjuverka og sagður hafa komið að tveimur tilraunum til íkveikju í borginni Simferopol á Krímskaga eftir skipun frá öfgasamtökunum Right Sector. Yfirvöld í Kænugarði segja að verið sé að refsa Sentsov fyrir að vera mótfallinn innlimun Rússlands á Krímskaga. Rússar þverneita fyrir að Sentsov sé pólitískur fangi. Sjálfur neitar Sentsov að virða réttmæti dómstólsins og segir að hann hafi verið barinn ítrekað í fangelsi. Það hafi verið tilraun til að fá hann til að játa. Lögmaður hans segir að þær kröfur hafi ekki verið rannsakaðar. Hann segir að því hafi verið haldið fram að hann hafi sjálfur veitt sér áverka og að hann væri masókisti. Þar að auki segir Guardian frá því að helsta vitni ákæruvaldsins hafi dregið sögu sína til baka fyrir dómi. Sá sagði að hann hefði verið þvingaður með pyntingu til að koma sök á Sentsov. Lögmenn Sentsov og Kolchenko áttu þó ekki von á öðru en að skjólstæðingar sínir yrðu sakfelldir. Þeir segja helstu von þeirra vera fangaskipti á milli Rússlands og Úkraínu, þar sem rússneskum hermönnum sem eru í haldi úkraínska hersins og voru fangaðir í austurhluta Úkraínu, yrði sleppt í staðinn. Þó ætla þeir að áfrýja úrskurðinum.Sjá einnig: Eistneskur lögreglumaður dæmdur til þrælkunarvinnu í Rússlandi. Bandaríkin hafa haldið því fram að Sentsov og aðrir Úkraínumenn í haldi Rússa séu einfaldlega gíslar og ekki fangar. Þar á meðal er Nadiya Savchenko sem er flugmaður. Hún er sökuð um að hafa myrt tvo blaðamenn í austurhluta Úkraínu. Hún hefur verið sökuð um að hafa bent stórskotaliði á blaðamenninna tvo sem urðu fyrir sprengjuvörpuskoti. Þeir féllu þó tveimur tímum eftir að hún var handsömuð af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, sem færðu hana í hendur Rússa. Evrópskir kvikmyndagerðamen hafa komið af undirskriftarlista þar sem farið er fram á að Sentsov verði sleppt úr haldi. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir eru Mike Leigh, Ken Loach og Agnieszka Holland. Þar að auki hafa hafa kvikmyndagerðarmenn í Rússland lýst yfir efasemdum um málið. Þar á meðal er rússneski leikstjórinn Nikita Mikhalkov. Kveðja frá Petro Poroshenko, forseta Úkraínu, til Oleg Sentsov. Згоден зі словами Олега Сенцова - суд окупантів не може бути справедливим за визначенням.Тримайся, Олеже. Прийде час, і ті, хто організував над тобою судилище, самі опиняться на лаві підсудних!Posted by Петро Порошенко on Tuesday, August 25, 2015
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira