Dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2015 15:00 Oleg Sentsov í dómssal í dag. Vísir/AFP Úkraínski kvikmyndagerðamaðurinn Oleg Sentsov var í dag dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Rússlandi. Hann var dæmdur af herdómstól fyrir að skipuleggja hryðjuverk á Krímskaga. Sentsov var handtekinn á mótmælum gegn innlimun Rússa á Krímskaga í maí, tveimur mánuðum eftir innlimunina. Annar Úkraínumaður, Alexander Kolchenko, var einnig dæmdur á sama tíma. Eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp sungu þeir þjóðsöng Úkraínu, eins og sjá má hér að neðan. Báðir voru þeir dæmdir til fangelsisvistar í hámarksöryggisfangelsi, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS. Á vef BBC segir að Sentsov hafi ávalt neitað ásökununum í sinn garð. Hann er sakaður um að hafa unnið að uppbyggingu hryðjuverka og sagður hafa komið að tveimur tilraunum til íkveikju í borginni Simferopol á Krímskaga eftir skipun frá öfgasamtökunum Right Sector. Yfirvöld í Kænugarði segja að verið sé að refsa Sentsov fyrir að vera mótfallinn innlimun Rússlands á Krímskaga. Rússar þverneita fyrir að Sentsov sé pólitískur fangi. Sjálfur neitar Sentsov að virða réttmæti dómstólsins og segir að hann hafi verið barinn ítrekað í fangelsi. Það hafi verið tilraun til að fá hann til að játa. Lögmaður hans segir að þær kröfur hafi ekki verið rannsakaðar. Hann segir að því hafi verið haldið fram að hann hafi sjálfur veitt sér áverka og að hann væri masókisti. Þar að auki segir Guardian frá því að helsta vitni ákæruvaldsins hafi dregið sögu sína til baka fyrir dómi. Sá sagði að hann hefði verið þvingaður með pyntingu til að koma sök á Sentsov. Lögmenn Sentsov og Kolchenko áttu þó ekki von á öðru en að skjólstæðingar sínir yrðu sakfelldir. Þeir segja helstu von þeirra vera fangaskipti á milli Rússlands og Úkraínu, þar sem rússneskum hermönnum sem eru í haldi úkraínska hersins og voru fangaðir í austurhluta Úkraínu, yrði sleppt í staðinn. Þó ætla þeir að áfrýja úrskurðinum.Sjá einnig: Eistneskur lögreglumaður dæmdur til þrælkunarvinnu í Rússlandi. Bandaríkin hafa haldið því fram að Sentsov og aðrir Úkraínumenn í haldi Rússa séu einfaldlega gíslar og ekki fangar. Þar á meðal er Nadiya Savchenko sem er flugmaður. Hún er sökuð um að hafa myrt tvo blaðamenn í austurhluta Úkraínu. Hún hefur verið sökuð um að hafa bent stórskotaliði á blaðamenninna tvo sem urðu fyrir sprengjuvörpuskoti. Þeir féllu þó tveimur tímum eftir að hún var handsömuð af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, sem færðu hana í hendur Rússa. Evrópskir kvikmyndagerðamen hafa komið af undirskriftarlista þar sem farið er fram á að Sentsov verði sleppt úr haldi. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir eru Mike Leigh, Ken Loach og Agnieszka Holland. Þar að auki hafa hafa kvikmyndagerðarmenn í Rússland lýst yfir efasemdum um málið. Þar á meðal er rússneski leikstjórinn Nikita Mikhalkov. Kveðja frá Petro Poroshenko, forseta Úkraínu, til Oleg Sentsov. Згоден зі словами Олега Сенцова - суд окупантів не може бути справедливим за визначенням.Тримайся, Олеже. Прийде час, і ті, хто організував над тобою судилище, самі опиняться на лаві підсудних!Posted by Петро Порошенко on Tuesday, August 25, 2015 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Úkraínski kvikmyndagerðamaðurinn Oleg Sentsov var í dag dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Rússlandi. Hann var dæmdur af herdómstól fyrir að skipuleggja hryðjuverk á Krímskaga. Sentsov var handtekinn á mótmælum gegn innlimun Rússa á Krímskaga í maí, tveimur mánuðum eftir innlimunina. Annar Úkraínumaður, Alexander Kolchenko, var einnig dæmdur á sama tíma. Eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp sungu þeir þjóðsöng Úkraínu, eins og sjá má hér að neðan. Báðir voru þeir dæmdir til fangelsisvistar í hámarksöryggisfangelsi, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS. Á vef BBC segir að Sentsov hafi ávalt neitað ásökununum í sinn garð. Hann er sakaður um að hafa unnið að uppbyggingu hryðjuverka og sagður hafa komið að tveimur tilraunum til íkveikju í borginni Simferopol á Krímskaga eftir skipun frá öfgasamtökunum Right Sector. Yfirvöld í Kænugarði segja að verið sé að refsa Sentsov fyrir að vera mótfallinn innlimun Rússlands á Krímskaga. Rússar þverneita fyrir að Sentsov sé pólitískur fangi. Sjálfur neitar Sentsov að virða réttmæti dómstólsins og segir að hann hafi verið barinn ítrekað í fangelsi. Það hafi verið tilraun til að fá hann til að játa. Lögmaður hans segir að þær kröfur hafi ekki verið rannsakaðar. Hann segir að því hafi verið haldið fram að hann hafi sjálfur veitt sér áverka og að hann væri masókisti. Þar að auki segir Guardian frá því að helsta vitni ákæruvaldsins hafi dregið sögu sína til baka fyrir dómi. Sá sagði að hann hefði verið þvingaður með pyntingu til að koma sök á Sentsov. Lögmenn Sentsov og Kolchenko áttu þó ekki von á öðru en að skjólstæðingar sínir yrðu sakfelldir. Þeir segja helstu von þeirra vera fangaskipti á milli Rússlands og Úkraínu, þar sem rússneskum hermönnum sem eru í haldi úkraínska hersins og voru fangaðir í austurhluta Úkraínu, yrði sleppt í staðinn. Þó ætla þeir að áfrýja úrskurðinum.Sjá einnig: Eistneskur lögreglumaður dæmdur til þrælkunarvinnu í Rússlandi. Bandaríkin hafa haldið því fram að Sentsov og aðrir Úkraínumenn í haldi Rússa séu einfaldlega gíslar og ekki fangar. Þar á meðal er Nadiya Savchenko sem er flugmaður. Hún er sökuð um að hafa myrt tvo blaðamenn í austurhluta Úkraínu. Hún hefur verið sökuð um að hafa bent stórskotaliði á blaðamenninna tvo sem urðu fyrir sprengjuvörpuskoti. Þeir féllu þó tveimur tímum eftir að hún var handsömuð af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, sem færðu hana í hendur Rússa. Evrópskir kvikmyndagerðamen hafa komið af undirskriftarlista þar sem farið er fram á að Sentsov verði sleppt úr haldi. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir eru Mike Leigh, Ken Loach og Agnieszka Holland. Þar að auki hafa hafa kvikmyndagerðarmenn í Rússland lýst yfir efasemdum um málið. Þar á meðal er rússneski leikstjórinn Nikita Mikhalkov. Kveðja frá Petro Poroshenko, forseta Úkraínu, til Oleg Sentsov. Згоден зі словами Олега Сенцова - суд окупантів не може бути справедливим за визначенням.Тримайся, Олеже. Прийде час, і ті, хто організував над тобою судилище, самі опиняться на лаві підсудних!Posted by Петро Порошенко on Tuesday, August 25, 2015
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira