19 ára Hollendingur er helsti kortagerðarmaður átakanna í Sýrlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2015 14:15 Góð kort skipta máli. Google Maps Einn af helstu kortagerðarmönnum átakanna í Sýrlandi og nágrenni er 19 ára strákur sem búsettur er í Hollandi. Hann hefur aldrei stigið fæti inn í Sýrland en hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem gefa honum nýjar upplýsingar um framvindu átaka. Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa nýtt sér kort hins unga Hollendings.Thomas van Linge.Mynd af Twitter-síðu kortagerðamannsinsThomas van Linge býr heima hjá foreldrum sínum í Amsterdam, nálægt Schiphol flugvelli. Hefur hann nýlokið menntaskóla og það var við vinnslu skólaverkefnis sem hann fékk áhuga á því hvað væri á seyði í Sýrlandi og nágrenni. Árið 2011 horfði Thomas á heimildarmynd um Arabíska vorið og fylltist eldmóð horfandi á ungt fólk berjast fyrir frelsi sínu. Hann kynnti sér ástandið í Sýrland og ákvað að vinna verkefni fyrir skólann um átökin sem þar áttu sér stað. Hann fann kort af Sýrlandi á Google Maps. Hann fór að bæta inn upplýsingum á kortið og smám saman vatt verkefnið upp á sig.#Syria MAP UPDATE: the situation in Syria as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/Lx4PIPYG0G #FSA #SAA #IS #YPG #JN pic.twitter.com/7blUgTsO9d— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Í dag er hann með 14.000 fylgjendur á Twitter og hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem veita honum upplýsingar sem hann nýtir sér við kortagerðina. Heimildarmenn hans eru hermenn á vígstöðum Sýrlands og aðgerðasinnar sem starfa í Sýrlandi og spjallar hann við þá með hjálp tækninnar, Skype, Facebook og Twitter færir Sýrland nær heimili Thomas í úthverfum Amsterdam. Allt í allt segist Thomas vera með um 1.100 heimildarmenn sem aðstoða hann og veita honum upplýsingar. Fjölmiðlar á borð við CNN, New York Times og Der Spiegel hafa nýtt sér kort Van Linge í umfjöllun sinni um átökin í Sýrlandi. Nýútskrifaður úr menntaskóla hefur Thomas verið að íhuga framtíð sína og næstu skref.#Iraq MAP UPDATE: the situation in Iraq as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/ChE3OscZva #ISF #IS #KRG #Peshmerga pic.twitter.com/LVt9DbDykr— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Hann hefur hug á því að ferðast og langar honum helst að koma á einhvern af þeim stöðum sem hann hefur einbeitt sér að síðustu ár, Thomas finnst nefnilega að hann hafi eitt of miklum tíma að fylgjast með ástandi mála í Sýrlandi úr fjarlægð. Er hann því að skoða möguleikann á því að koma sér fyrir í NA-Írak, í héraði sem Kúrdar stjórna. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
Einn af helstu kortagerðarmönnum átakanna í Sýrlandi og nágrenni er 19 ára strákur sem búsettur er í Hollandi. Hann hefur aldrei stigið fæti inn í Sýrland en hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem gefa honum nýjar upplýsingar um framvindu átaka. Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa nýtt sér kort hins unga Hollendings.Thomas van Linge.Mynd af Twitter-síðu kortagerðamannsinsThomas van Linge býr heima hjá foreldrum sínum í Amsterdam, nálægt Schiphol flugvelli. Hefur hann nýlokið menntaskóla og það var við vinnslu skólaverkefnis sem hann fékk áhuga á því hvað væri á seyði í Sýrlandi og nágrenni. Árið 2011 horfði Thomas á heimildarmynd um Arabíska vorið og fylltist eldmóð horfandi á ungt fólk berjast fyrir frelsi sínu. Hann kynnti sér ástandið í Sýrland og ákvað að vinna verkefni fyrir skólann um átökin sem þar áttu sér stað. Hann fann kort af Sýrlandi á Google Maps. Hann fór að bæta inn upplýsingum á kortið og smám saman vatt verkefnið upp á sig.#Syria MAP UPDATE: the situation in Syria as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/Lx4PIPYG0G #FSA #SAA #IS #YPG #JN pic.twitter.com/7blUgTsO9d— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Í dag er hann með 14.000 fylgjendur á Twitter og hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem veita honum upplýsingar sem hann nýtir sér við kortagerðina. Heimildarmenn hans eru hermenn á vígstöðum Sýrlands og aðgerðasinnar sem starfa í Sýrlandi og spjallar hann við þá með hjálp tækninnar, Skype, Facebook og Twitter færir Sýrland nær heimili Thomas í úthverfum Amsterdam. Allt í allt segist Thomas vera með um 1.100 heimildarmenn sem aðstoða hann og veita honum upplýsingar. Fjölmiðlar á borð við CNN, New York Times og Der Spiegel hafa nýtt sér kort Van Linge í umfjöllun sinni um átökin í Sýrlandi. Nýútskrifaður úr menntaskóla hefur Thomas verið að íhuga framtíð sína og næstu skref.#Iraq MAP UPDATE: the situation in Iraq as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/ChE3OscZva #ISF #IS #KRG #Peshmerga pic.twitter.com/LVt9DbDykr— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Hann hefur hug á því að ferðast og langar honum helst að koma á einhvern af þeim stöðum sem hann hefur einbeitt sér að síðustu ár, Thomas finnst nefnilega að hann hafi eitt of miklum tíma að fylgjast með ástandi mála í Sýrlandi úr fjarlægð. Er hann því að skoða möguleikann á því að koma sér fyrir í NA-Írak, í héraði sem Kúrdar stjórna.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira