19 ára Hollendingur er helsti kortagerðarmaður átakanna í Sýrlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2015 14:15 Góð kort skipta máli. Google Maps Einn af helstu kortagerðarmönnum átakanna í Sýrlandi og nágrenni er 19 ára strákur sem búsettur er í Hollandi. Hann hefur aldrei stigið fæti inn í Sýrland en hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem gefa honum nýjar upplýsingar um framvindu átaka. Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa nýtt sér kort hins unga Hollendings.Thomas van Linge.Mynd af Twitter-síðu kortagerðamannsinsThomas van Linge býr heima hjá foreldrum sínum í Amsterdam, nálægt Schiphol flugvelli. Hefur hann nýlokið menntaskóla og það var við vinnslu skólaverkefnis sem hann fékk áhuga á því hvað væri á seyði í Sýrlandi og nágrenni. Árið 2011 horfði Thomas á heimildarmynd um Arabíska vorið og fylltist eldmóð horfandi á ungt fólk berjast fyrir frelsi sínu. Hann kynnti sér ástandið í Sýrland og ákvað að vinna verkefni fyrir skólann um átökin sem þar áttu sér stað. Hann fann kort af Sýrlandi á Google Maps. Hann fór að bæta inn upplýsingum á kortið og smám saman vatt verkefnið upp á sig.#Syria MAP UPDATE: the situation in Syria as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/Lx4PIPYG0G #FSA #SAA #IS #YPG #JN pic.twitter.com/7blUgTsO9d— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Í dag er hann með 14.000 fylgjendur á Twitter og hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem veita honum upplýsingar sem hann nýtir sér við kortagerðina. Heimildarmenn hans eru hermenn á vígstöðum Sýrlands og aðgerðasinnar sem starfa í Sýrlandi og spjallar hann við þá með hjálp tækninnar, Skype, Facebook og Twitter færir Sýrland nær heimili Thomas í úthverfum Amsterdam. Allt í allt segist Thomas vera með um 1.100 heimildarmenn sem aðstoða hann og veita honum upplýsingar. Fjölmiðlar á borð við CNN, New York Times og Der Spiegel hafa nýtt sér kort Van Linge í umfjöllun sinni um átökin í Sýrlandi. Nýútskrifaður úr menntaskóla hefur Thomas verið að íhuga framtíð sína og næstu skref.#Iraq MAP UPDATE: the situation in Iraq as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/ChE3OscZva #ISF #IS #KRG #Peshmerga pic.twitter.com/LVt9DbDykr— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Hann hefur hug á því að ferðast og langar honum helst að koma á einhvern af þeim stöðum sem hann hefur einbeitt sér að síðustu ár, Thomas finnst nefnilega að hann hafi eitt of miklum tíma að fylgjast með ástandi mála í Sýrlandi úr fjarlægð. Er hann því að skoða möguleikann á því að koma sér fyrir í NA-Írak, í héraði sem Kúrdar stjórna. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Sjá meira
Einn af helstu kortagerðarmönnum átakanna í Sýrlandi og nágrenni er 19 ára strákur sem búsettur er í Hollandi. Hann hefur aldrei stigið fæti inn í Sýrland en hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem gefa honum nýjar upplýsingar um framvindu átaka. Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa nýtt sér kort hins unga Hollendings.Thomas van Linge.Mynd af Twitter-síðu kortagerðamannsinsThomas van Linge býr heima hjá foreldrum sínum í Amsterdam, nálægt Schiphol flugvelli. Hefur hann nýlokið menntaskóla og það var við vinnslu skólaverkefnis sem hann fékk áhuga á því hvað væri á seyði í Sýrlandi og nágrenni. Árið 2011 horfði Thomas á heimildarmynd um Arabíska vorið og fylltist eldmóð horfandi á ungt fólk berjast fyrir frelsi sínu. Hann kynnti sér ástandið í Sýrland og ákvað að vinna verkefni fyrir skólann um átökin sem þar áttu sér stað. Hann fann kort af Sýrlandi á Google Maps. Hann fór að bæta inn upplýsingum á kortið og smám saman vatt verkefnið upp á sig.#Syria MAP UPDATE: the situation in Syria as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/Lx4PIPYG0G #FSA #SAA #IS #YPG #JN pic.twitter.com/7blUgTsO9d— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Í dag er hann með 14.000 fylgjendur á Twitter og hefur komið sér upp víðtæku neti heimildarmanna sem veita honum upplýsingar sem hann nýtir sér við kortagerðina. Heimildarmenn hans eru hermenn á vígstöðum Sýrlands og aðgerðasinnar sem starfa í Sýrlandi og spjallar hann við þá með hjálp tækninnar, Skype, Facebook og Twitter færir Sýrland nær heimili Thomas í úthverfum Amsterdam. Allt í allt segist Thomas vera með um 1.100 heimildarmenn sem aðstoða hann og veita honum upplýsingar. Fjölmiðlar á borð við CNN, New York Times og Der Spiegel hafa nýtt sér kort Van Linge í umfjöllun sinni um átökin í Sýrlandi. Nýútskrifaður úr menntaskóla hefur Thomas verið að íhuga framtíð sína og næstu skref.#Iraq MAP UPDATE: the situation in Iraq as of 18/08/2015, bigger at https://t.co/ChE3OscZva #ISF #IS #KRG #Peshmerga pic.twitter.com/LVt9DbDykr— Thomas van Linge (@arabthomness) August 20, 2015 Hann hefur hug á því að ferðast og langar honum helst að koma á einhvern af þeim stöðum sem hann hefur einbeitt sér að síðustu ár, Thomas finnst nefnilega að hann hafi eitt of miklum tíma að fylgjast með ástandi mála í Sýrlandi úr fjarlægð. Er hann því að skoða möguleikann á því að koma sér fyrir í NA-Írak, í héraði sem Kúrdar stjórna.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Sjá meira