Erlent

Ákvörðun um lausn Pistorius tekin í næsta mánuði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hlauparinn var á síðasta ári dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa banað sambýliskonu sinni, Reevu Steenkamp, á heimili þeirra í Pretoríu árið 2013.
Hlauparinn var á síðasta ári dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa banað sambýliskonu sinni, Reevu Steenkamp, á heimili þeirra í Pretoríu árið 2013. Vísir/AFP
Afstaða verður tekin til skilorðslausnar suður-afríska hlauparans Oscars Pistorius úr fangelsi í síðari hluta septembermánaðar.

Hlauparinn var á síðasta ári dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa banað sambýliskonu sinni, Reevu Steenkamp, á heimili þeirra í Pretoríu árið 2013.

Pistorius hefur nú setið inni í tíu mánuði en til stóð hann yrði færður í stofufangelsi á heimili sínu síðastliðinn föstudag.

Sá flutningur var hins vegar stöðvaður af dómsmálaráðherra Suður-Afríku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×