NASA segir sjávarstöðu hækka Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2015 20:00 „Fólk þarf að átta sig á því að plánetan er ekki bara að breytast. Hún hefur breyst.“ Vísir/AFP Yfirborð sjávar hefur hækkað um átta sentímetra á 23 árum. Sú hækkun er tilkomin vegna hækkandi hita sjávar, bráðnun hafíss og bráðnun jökla. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna þar sem mælingar úr gervihnöttum voru skoðaðar. Ekki er þó hægt að yfirfæra þessar niðurstöður á allan heiminn. Á sumum svæðum hafði hækkunin verið allt að 25 sentímetrar og öðrum hafði hún lækkað. Við vesturströnd Bandaríkjanna til dæmis. Árið 2013 spáði sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna að sjávarstaða myndi hafa hækkað um 30 til 90 sentímetra við lok þessarar aldar. Samkvæmt niðurstöðum NASA mun hækkun sjávar vera ofarlega innan þeirrar marka. Í samtali við Reuters fréttaveituna segir vísindamaðurinn Steve Nerem að yfirborð sjávar hækki nú hraðar en það gerði fyrir 50 árum. Þar að auki sé líklegt að ástandið muni versna í framtíðinni. „Fólk þarf að átta sig á því að plánetan er ekki bara að breytast. Hún hefur breyst,“ segir Tom Wagner, vísindamaður NASA.Vísindamaðurinn Michael Freilich sagði að lágliggjandi svæði eins og Flórída væru sérstakalega viðkvæm gagnvart hækkandi sjávarstöðu. „Í dag valda flæðir reglulega um götur Miami á háflóði um vorin. Það gerðist ekki fyrir einungis nokkrum áratugum.“ Hann bætti við að um 150 milljónir manna búi nú á svæðum sem eru undir 90 sentímetrum yfir sjávarborði. Vísindamennirnir telja að um einn þriðji hækkunarinnar sé tilkominn vegna hækkandi sjávarhita, þar sem vatn þenst út þegar það verður heitara. Annar þriðjungur er tilkominn vegna bráðnunar hafíss og síðasti þriðjungurinn vegna bráðnunar jökla. Frekari upplýsingar um rannsóknina má sjá á vef NASA. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Sjá meira
Yfirborð sjávar hefur hækkað um átta sentímetra á 23 árum. Sú hækkun er tilkomin vegna hækkandi hita sjávar, bráðnun hafíss og bráðnun jökla. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna þar sem mælingar úr gervihnöttum voru skoðaðar. Ekki er þó hægt að yfirfæra þessar niðurstöður á allan heiminn. Á sumum svæðum hafði hækkunin verið allt að 25 sentímetrar og öðrum hafði hún lækkað. Við vesturströnd Bandaríkjanna til dæmis. Árið 2013 spáði sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna að sjávarstaða myndi hafa hækkað um 30 til 90 sentímetra við lok þessarar aldar. Samkvæmt niðurstöðum NASA mun hækkun sjávar vera ofarlega innan þeirrar marka. Í samtali við Reuters fréttaveituna segir vísindamaðurinn Steve Nerem að yfirborð sjávar hækki nú hraðar en það gerði fyrir 50 árum. Þar að auki sé líklegt að ástandið muni versna í framtíðinni. „Fólk þarf að átta sig á því að plánetan er ekki bara að breytast. Hún hefur breyst,“ segir Tom Wagner, vísindamaður NASA.Vísindamaðurinn Michael Freilich sagði að lágliggjandi svæði eins og Flórída væru sérstakalega viðkvæm gagnvart hækkandi sjávarstöðu. „Í dag valda flæðir reglulega um götur Miami á háflóði um vorin. Það gerðist ekki fyrir einungis nokkrum áratugum.“ Hann bætti við að um 150 milljónir manna búi nú á svæðum sem eru undir 90 sentímetrum yfir sjávarborði. Vísindamennirnir telja að um einn þriðji hækkunarinnar sé tilkominn vegna hækkandi sjávarhita, þar sem vatn þenst út þegar það verður heitara. Annar þriðjungur er tilkominn vegna bráðnunar hafíss og síðasti þriðjungurinn vegna bráðnunar jökla. Frekari upplýsingar um rannsóknina má sjá á vef NASA.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Sjá meira