Erlent

Suður-Kóreumenn hóta hefndum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa hótað Norður-Kóreumönnum hefndum fyrir að hafa  komið fyrir jarðsprengjum á hlutlausa svæðinu svokallaða, sem er við landamæri Norður- og Suður-Kóreu, þar sem vopnahlé er gildandi.  

Tveir suður-kóreskir hermenn særðust illa þegar sprengjurnar sprungu, en annar hermaðurinn er sagður hafa misst báða fætur og hinn maðurinn annan fótinn.

Í yfirlýsingu frá herforingjaráði Suður-Kóreu segir að nágrannar þeirra í norðri verði að biðjast afsökunar á árásinni, ella muni þeir hljóta verr af. Þeir muni enga miskunn sýna. Sameinuðu þjóðirnar, sem fóru með rannsókn málsins, segia að sprengjurnar séu norður-kóreskar og að þeim hafi verið komið fyrir á göngustíg suður-kóreskra hermanna fyrir stuttu síðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×