Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2015 11:19 Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Vísir/Auðunn Níelsson „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök. Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
„Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök.
Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44
Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11
Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00