Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2015 11:19 Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Vísir/Auðunn Níelsson „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök. Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök.
Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44
Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11
Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00