Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Fjöldi vændis- og kynlífsstarfsmanna í París krafðist réttinda sinna í mótmælum í júní síðastliðnum. Fréttablaðið/AFP „Það er leitt að sjá að ein tillaga sem er lögð fram valdi því að félagar sjái ekki samleið með félaginu lengur,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Mikill styr hefur staðið um Amnesty International eftir að alþjóðahreyfing Amnesty samþykkti umdeilda stefnu þar sem samtökin styðja við lögleiðingu vændis sem lið í baráttu gegn mansali og kúgun vændisfólks. „Ég held að félagar séu frekar að mótmæla þessari tilteknu afstöðu þó að þeir séu í grunninn hlynntir stefnu Amnesty. Það væri mjög leitt ef þetta hefði þær afleiðingar að samtökin misstu einhvern mátt en ég held að það verði nú ekki,“ segir Anna. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni en engu að síður hefur fjöldi fólks boðað úrsögn sína úr Íslandsdeildinni. Anna segir að úrsagnirnar séu í samræmi við það sem samtökin bjuggust við. Að hennar sögn stendur ekki til að Íslandsdeildin geri tillöguna að sérstöku baráttumáli. „Þó að alþjóðastjórnin muni vinna að afglæpavæðingu vændis þá er ekkert sem Íslandsdeildin mun krefjast hér á landi í þeim efnum.“ Hún er þeirrar skoðunar að umræðan byggist að einhverju leyti á misskilningi. „Þó að fólk geri sér almennt grein fyrir því að tillagan snúist um að afglæpavæða vændisiðnaðinn er markmið hennar, og það er alveg skýrt, að koma í veg fyrir mannréttindabrot á fólki sem er í vændisiðnaðinum.“Í tillögu Amnesty er gert ráð fyrir að samhliða lögleiðingu skuldbindi ríki sig til að berjast gegn mansali, tryggja réttindi vændisfólks, uppræta kynferðislega misnotkun á börnum og tryggja stöðu vændisfólks gagnvart lögum og fyrir ofbeldi. „Við erum ekki að tala þarna um fólk sem er í ánauð, mansali eða er misnotað á einhvern annan hátt,“ segir Anna. „Þarna er einungis fjallað um að afglæpavæða þann iðnað þar sem fólk tekur þá ákvörðun sjálft að stunda vændi.“ Anna segir að tillagan hafi ekki verið unnin með stuttum fyrirvara heldur sé hún vel ígrunduð. Alþjóðahreyfing Amnesty bendir á að rannsóknir og gögn sýni fram á að þessi leið sé sú besta til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi gegn vændisfólki með tilliti til lögmáls um skaðaminnkun á grundvelli afglæpavæðingar. Landsdeild UN Women á Íslandi sendi frá sér tilkynningu þess efnis að UN Women hafi ekki tekið formlega afstöðu varðandi afglæpavæðingu vændis. Tilkynningin er vegna ummæla Harðar Helga Helgasonar, formanns Íslandsdeildar Amnesty, þess efnis að UN Women væri með sambærilega stefnu og Amnesty. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Það er leitt að sjá að ein tillaga sem er lögð fram valdi því að félagar sjái ekki samleið með félaginu lengur,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Mikill styr hefur staðið um Amnesty International eftir að alþjóðahreyfing Amnesty samþykkti umdeilda stefnu þar sem samtökin styðja við lögleiðingu vændis sem lið í baráttu gegn mansali og kúgun vændisfólks. „Ég held að félagar séu frekar að mótmæla þessari tilteknu afstöðu þó að þeir séu í grunninn hlynntir stefnu Amnesty. Það væri mjög leitt ef þetta hefði þær afleiðingar að samtökin misstu einhvern mátt en ég held að það verði nú ekki,“ segir Anna. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni en engu að síður hefur fjöldi fólks boðað úrsögn sína úr Íslandsdeildinni. Anna segir að úrsagnirnar séu í samræmi við það sem samtökin bjuggust við. Að hennar sögn stendur ekki til að Íslandsdeildin geri tillöguna að sérstöku baráttumáli. „Þó að alþjóðastjórnin muni vinna að afglæpavæðingu vændis þá er ekkert sem Íslandsdeildin mun krefjast hér á landi í þeim efnum.“ Hún er þeirrar skoðunar að umræðan byggist að einhverju leyti á misskilningi. „Þó að fólk geri sér almennt grein fyrir því að tillagan snúist um að afglæpavæða vændisiðnaðinn er markmið hennar, og það er alveg skýrt, að koma í veg fyrir mannréttindabrot á fólki sem er í vændisiðnaðinum.“Í tillögu Amnesty er gert ráð fyrir að samhliða lögleiðingu skuldbindi ríki sig til að berjast gegn mansali, tryggja réttindi vændisfólks, uppræta kynferðislega misnotkun á börnum og tryggja stöðu vændisfólks gagnvart lögum og fyrir ofbeldi. „Við erum ekki að tala þarna um fólk sem er í ánauð, mansali eða er misnotað á einhvern annan hátt,“ segir Anna. „Þarna er einungis fjallað um að afglæpavæða þann iðnað þar sem fólk tekur þá ákvörðun sjálft að stunda vændi.“ Anna segir að tillagan hafi ekki verið unnin með stuttum fyrirvara heldur sé hún vel ígrunduð. Alþjóðahreyfing Amnesty bendir á að rannsóknir og gögn sýni fram á að þessi leið sé sú besta til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi gegn vændisfólki með tilliti til lögmáls um skaðaminnkun á grundvelli afglæpavæðingar. Landsdeild UN Women á Íslandi sendi frá sér tilkynningu þess efnis að UN Women hafi ekki tekið formlega afstöðu varðandi afglæpavæðingu vændis. Tilkynningin er vegna ummæla Harðar Helga Helgasonar, formanns Íslandsdeildar Amnesty, þess efnis að UN Women væri með sambærilega stefnu og Amnesty.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira