Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2015 21:55 Abu Bakr al Baghdadi og Kayla Mueller. Vísir/AFP Abu Bakr al Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, er sagður hafa nauðgað gísl samtakanna ítrekað áður en hún lést. Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og eiginkonu hans. Þangað kom Baghdadi reglulega í heimsókn. Fjölmargar konur hafa verið í haldi í umræddu húsi og voru margar þeirra giftar vígamönnum ISIS. Á einu tímabili voru fjórar táningsstúlkur með Mueller í haldi og var þeim einnig nauðgað. Tveimur þeirra tókst þó að flýja og segja þær að Mueller hafi reynt að verja þær frá vígamönnum og öðrum. Á vef Independent er frásögn stúlknanna gerð skil og þar segir að þær hafi beðið Mueller um að flýja með sér, en hún hafi neitað. Sagði hún að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Stúlkurnar sögðu meðal annars starfsmönnum leyniþjónustna Bandaríkjanna sögu sína, sem staðfestu í gær að hún hefði verið sannreynd. Fjölskylda Mueller veit einnig af nauðgununum. Mueller lést í haldi ISIS en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður. Andlát hennar var tilkynnt í febrúar. Hryðjuverkasamtökin segja að hún hafi fallið í loftárás Jórdana en það hefur ekki verið staðfest. Í maí réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimilið og felldu Abu Sayyaf og tóku eiginkonu hans höndum. Hún mun fara fyrir dómstóla í sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak. Sérsveitarmennirnir frelsuðu þar að auki fjölda stúlkna sem tilheyra Jadsídum af heimilinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Abu Bakr al Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, er sagður hafa nauðgað gísl samtakanna ítrekað áður en hún lést. Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og eiginkonu hans. Þangað kom Baghdadi reglulega í heimsókn. Fjölmargar konur hafa verið í haldi í umræddu húsi og voru margar þeirra giftar vígamönnum ISIS. Á einu tímabili voru fjórar táningsstúlkur með Mueller í haldi og var þeim einnig nauðgað. Tveimur þeirra tókst þó að flýja og segja þær að Mueller hafi reynt að verja þær frá vígamönnum og öðrum. Á vef Independent er frásögn stúlknanna gerð skil og þar segir að þær hafi beðið Mueller um að flýja með sér, en hún hafi neitað. Sagði hún að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Stúlkurnar sögðu meðal annars starfsmönnum leyniþjónustna Bandaríkjanna sögu sína, sem staðfestu í gær að hún hefði verið sannreynd. Fjölskylda Mueller veit einnig af nauðgununum. Mueller lést í haldi ISIS en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður. Andlát hennar var tilkynnt í febrúar. Hryðjuverkasamtökin segja að hún hafi fallið í loftárás Jórdana en það hefur ekki verið staðfest. Í maí réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimilið og felldu Abu Sayyaf og tóku eiginkonu hans höndum. Hún mun fara fyrir dómstóla í sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak. Sérsveitarmennirnir frelsuðu þar að auki fjölda stúlkna sem tilheyra Jadsídum af heimilinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15
Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15
Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30
Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35