Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 20:02 Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í þessum hópi. Hann segir að óhjákvæmilega hljóti að koma til skoðunar að Íslendingar endurmeti stöðuna þegar afleiðingarnar séu þær sem raun beri vitni. Sérstaklega ef bandamenn þjóðarinnar hjá ESB séu ekki tilbúnir að sýna samstöðu með því að lækka tolla. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu.” Bjarni Benediktsson segir ekki tímabært að vera með fullyrðingar um tjónið sem byggðirnar og sjávarútvegurinn verði fyrir.Það sé seinni tíma mál að skoða hvað komi til greina að gera til að létta undir með þeim sem verði fyrir áföllum. Það sé mikilvægast núna að meta hvernig spilist úr stöðunni. Það verði hinsvegar að hefja umræðu um hvað ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið.Er utanríkisstefnan til sölu? Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum að ólíklegt væri að stuðningurinn yrði afturkallaður. Það væri hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu og af hverju stefna Íslands í utanríkismálum sé þá ekki bara auglýst til sölu á Ebay. Hann segir algerlega ljóst að hver höndin sé upp á móti annarri í ríkisstjórninni í afstöðu til málsins og hún hafi verið gersamlega óviðbúin þegar viðskiptabannið skall á. Tengdar fréttir Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í þessum hópi. Hann segir að óhjákvæmilega hljóti að koma til skoðunar að Íslendingar endurmeti stöðuna þegar afleiðingarnar séu þær sem raun beri vitni. Sérstaklega ef bandamenn þjóðarinnar hjá ESB séu ekki tilbúnir að sýna samstöðu með því að lækka tolla. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu.” Bjarni Benediktsson segir ekki tímabært að vera með fullyrðingar um tjónið sem byggðirnar og sjávarútvegurinn verði fyrir.Það sé seinni tíma mál að skoða hvað komi til greina að gera til að létta undir með þeim sem verði fyrir áföllum. Það sé mikilvægast núna að meta hvernig spilist úr stöðunni. Það verði hinsvegar að hefja umræðu um hvað ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið.Er utanríkisstefnan til sölu? Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum að ólíklegt væri að stuðningurinn yrði afturkallaður. Það væri hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu og af hverju stefna Íslands í utanríkismálum sé þá ekki bara auglýst til sölu á Ebay. Hann segir algerlega ljóst að hver höndin sé upp á móti annarri í ríkisstjórninni í afstöðu til málsins og hún hafi verið gersamlega óviðbúin þegar viðskiptabannið skall á.
Tengdar fréttir Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18
Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40
Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15
Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00
Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29