Segir ekki skort á stórgrósserum Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2015 19:29 Karl Garðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA „Það er enginn skortur á stórgrósserum og fylgitunglum þeirra á Íslandi sem eru tilbúnir til að selja sálu sína fyrir aurinn. Tilbúnir til að fórna mannréttindum og lýðræði fyrir stundargróða.“ Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þetta segir Karl í pistli sem hann skrifar á vef Eyjunnar sem ber heitið: Að selja sálu sína. Þar gagnrýnir hann Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að Ísland ætti að taka sig af lista þjóða sem vilja viðskiptabann á Rússa. „Það skiptir þetta fólk engu máli þó að um 7000 manns hafi látið lífið í austurhluta Úkraínu og að milljónir til viðbótar séu á vergangi. Það skiptir engu máli þó alþjóðasamningar hafi verið þverbrotnir og fullveldi Evrópuríkis hafi verið fótum troðið með innrás annars. Það skiptir engu máli – við skulum fyrst og fremst líta til eigin fjárhagslegra hagsmuna, annað kemur okkur ekki við,“ segir Karl. „Einn stjórnmálamaður sagði að við ættum ekki í neinum útistöðum við vinaþjóð okkar, Rússa. Það var helst á honum að skilja að það réttlætti að við lokuðum augum og eyrum og héldum áfram góðum bisness. Óþarfi að láta 7000 mannslíf trufla viðskiptin.“ Hann segir það þyngra en tárum takið að hlýða á röksemdafærslu sem þessa og það sé ekkert sem heiti að vera hlutlaus í þeim hildarleik sem eigi sér stað í Úkraínu. „Ísland á mikið undir að alþjóðasamningar haldi, að leikreglur lýðræðis séu virtar og að mannréttindi séu ekki fótum troðin. Að gefa eftir í málefnum Úkraínu væru skelfileg skilaboð. Ef við getum ekki staðið með þjóðum sem búa við ofríki nágranna sinna sem virða ekki alþjóðasamninga, þá skulum við ekki gera kröfur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurfum á slíku að halda.“ Karl segir einnig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, eigi mikinn heiður skilinn fyrir framgöngu sína í þessu máli. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira
„Það er enginn skortur á stórgrósserum og fylgitunglum þeirra á Íslandi sem eru tilbúnir til að selja sálu sína fyrir aurinn. Tilbúnir til að fórna mannréttindum og lýðræði fyrir stundargróða.“ Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þetta segir Karl í pistli sem hann skrifar á vef Eyjunnar sem ber heitið: Að selja sálu sína. Þar gagnrýnir hann Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að Ísland ætti að taka sig af lista þjóða sem vilja viðskiptabann á Rússa. „Það skiptir þetta fólk engu máli þó að um 7000 manns hafi látið lífið í austurhluta Úkraínu og að milljónir til viðbótar séu á vergangi. Það skiptir engu máli þó alþjóðasamningar hafi verið þverbrotnir og fullveldi Evrópuríkis hafi verið fótum troðið með innrás annars. Það skiptir engu máli – við skulum fyrst og fremst líta til eigin fjárhagslegra hagsmuna, annað kemur okkur ekki við,“ segir Karl. „Einn stjórnmálamaður sagði að við ættum ekki í neinum útistöðum við vinaþjóð okkar, Rússa. Það var helst á honum að skilja að það réttlætti að við lokuðum augum og eyrum og héldum áfram góðum bisness. Óþarfi að láta 7000 mannslíf trufla viðskiptin.“ Hann segir það þyngra en tárum takið að hlýða á röksemdafærslu sem þessa og það sé ekkert sem heiti að vera hlutlaus í þeim hildarleik sem eigi sér stað í Úkraínu. „Ísland á mikið undir að alþjóðasamningar haldi, að leikreglur lýðræðis séu virtar og að mannréttindi séu ekki fótum troðin. Að gefa eftir í málefnum Úkraínu væru skelfileg skilaboð. Ef við getum ekki staðið með þjóðum sem búa við ofríki nágranna sinna sem virða ekki alþjóðasamninga, þá skulum við ekki gera kröfur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurfum á slíku að halda.“ Karl segir einnig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, eigi mikinn heiður skilinn fyrir framgöngu sína í þessu máli.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira