Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 14:15 Gunnar Bragi utanríkisráðherra lét útgerðarmenn heyra það í morgun. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir holan hljóm í því þegar útgerðarmenn tala um hag þjóðarinnar. Hann gagnrýnir fullyrðingar útgerðarmanna um að 37 milljarðar séu í húfi þegar talan er nærri tíu milljörðum og kallar eftir því að útgerðarmenn sýni samfélagslega ábyrgð. Hann kom í Sprengisand til Sigurjóns M. Egilssonar í morgun ásamt Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Mér finnst holur hljómur í því þegar Jens og útgerðarmennirnir eru að tala um hag þjóðarinnar. Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Jens Garðar hafði fyrr í þættinum gagnrýnt stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir við Rússa. Sagði hann afleiðingarnar koma margfalt meira niður á Íslandi en öðrum þjóðum. Gunnar Bragi benti á að heildarútflutningur Íslands á fiski til Rússlands nemi aðeins um fimm prósent af heildinni þó að mikilvægar tegundir á borð við loðnu og makríl séu í hættu. „Mér hefur komið það spánskt fyrir sjónir að útflytjendur virðast hafa gert ráð fyrir að flytja útflutning sinn til Rússlands á sama tíma og ástandið er með þessum hætti. Á sama tíma og að við vitum að ákveðin fyrirtæki eru hreinlega í banni útaf matvælaeftirliti Rússlands,“ sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir holan hljóm í því þegar útgerðarmenn tala um hag þjóðarinnar. Hann gagnrýnir fullyrðingar útgerðarmanna um að 37 milljarðar séu í húfi þegar talan er nærri tíu milljörðum og kallar eftir því að útgerðarmenn sýni samfélagslega ábyrgð. Hann kom í Sprengisand til Sigurjóns M. Egilssonar í morgun ásamt Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Mér finnst holur hljómur í því þegar Jens og útgerðarmennirnir eru að tala um hag þjóðarinnar. Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Jens Garðar hafði fyrr í þættinum gagnrýnt stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir við Rússa. Sagði hann afleiðingarnar koma margfalt meira niður á Íslandi en öðrum þjóðum. Gunnar Bragi benti á að heildarútflutningur Íslands á fiski til Rússlands nemi aðeins um fimm prósent af heildinni þó að mikilvægar tegundir á borð við loðnu og makríl séu í hættu. „Mér hefur komið það spánskt fyrir sjónir að útflytjendur virðast hafa gert ráð fyrir að flytja útflutning sinn til Rússlands á sama tíma og ástandið er með þessum hætti. Á sama tíma og að við vitum að ákveðin fyrirtæki eru hreinlega í banni útaf matvælaeftirliti Rússlands,“ sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira