96 látnir eftir loftárásir Sýrlandshers á markað í bænum Douma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2015 17:31 Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. vísir/afp Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp
Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00
80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent