96 látnir eftir loftárásir Sýrlandshers á markað í bænum Douma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2015 17:31 Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. vísir/afp Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp
Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00
80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent