96 látnir eftir loftárásir Sýrlandshers á markað í bænum Douma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2015 17:31 Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. vísir/afp Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp
Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00
80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43