Assad viðurkennir vanmátt hersins Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júlí 2015 12:00 Uppreisnarmenn keyra inn í borgina Idlib á skriðdreka í mars síðastliðnum. nordicphotos/afp Bashar al-Assad Sýrlandsforseti viðurkenndi í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri orðinn vanmáttugur vegna borgarastyrjaldarinnar sem geisað hefur í Sýrlandi í rúm fjögur ár. Assad sagði í ræðu sinni að búnaður hersins vær viðunandi en að mikil mannekla stæði honum fyrir þrifum. Herinn, sem taldi áður um 300 þúsund hermenn, hefur minnkað verulega vegna dauðsfalla en einnig vegna þess fjölda sem gengur úr hernum og einstaklinga sem koma sér undan herkvaðningu. Um 70 þúsund manns hafa skorast undan herþjónustu og um 80 þúsund hermenn látist í átökum. Á laugardaginn lýsti Assad því yfir að uppgjafarhermenn og þeir sem sniðgengu herkvaðningu fengju friðhelgi og sakaruppgjöf.Bashar Al-Assadnordicphotos/AFPSýrlenski herinn hefur þurft að yfirgefa svæði í norðurhluta Sýrlands og fengu uppreisnarmenn m.a. borgina Idlib í hendur í mars. Assad sagði að eftirgjöfin hefði verið nauðsynleg þar sem hersins var þörf á öðrum vettvangi. Þrátt fyrir skakkaföll hersins reyndi Assad að stappa stáli í þjóð sína. „Þetta þýðir ekki að við eigum að ræða hrun. Við munum spyrna við fótum. Herinn er hæfur til að verja móðurlandið.“ Herinn hefur verið á töluverðu undanhaldi síðustu mánuði en uppreisnarmenn hafa sótt á stjórnarherinn á nær öllum vígstöðvum. Í norðri hefur deild al-Kaída í Sýrlandi náð nokkrum landvinningum. Í suðri hefur uppreisnarher stjórnarandstöðunnar náð yfirráðum á stóru svæði og í austri hefur Íslamska ríkið lagt undir sig gríðarstór landsvæði. Assad gagnrýndi önnur ríki sem ýta undir starfsemi uppreisnarmanna en hann sagði stuðning þeirra grafa undan stöðugleika í Sýrlandi. Tyrkland, Katar og Sádi-Arabía hafa meðal annars stutt við bakið á uppreisnarmönnum. Átökin hafa kostað um 230 þúsund manns lífið og hrakið milljónir á flótta. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti viðurkenndi í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri orðinn vanmáttugur vegna borgarastyrjaldarinnar sem geisað hefur í Sýrlandi í rúm fjögur ár. Assad sagði í ræðu sinni að búnaður hersins vær viðunandi en að mikil mannekla stæði honum fyrir þrifum. Herinn, sem taldi áður um 300 þúsund hermenn, hefur minnkað verulega vegna dauðsfalla en einnig vegna þess fjölda sem gengur úr hernum og einstaklinga sem koma sér undan herkvaðningu. Um 70 þúsund manns hafa skorast undan herþjónustu og um 80 þúsund hermenn látist í átökum. Á laugardaginn lýsti Assad því yfir að uppgjafarhermenn og þeir sem sniðgengu herkvaðningu fengju friðhelgi og sakaruppgjöf.Bashar Al-Assadnordicphotos/AFPSýrlenski herinn hefur þurft að yfirgefa svæði í norðurhluta Sýrlands og fengu uppreisnarmenn m.a. borgina Idlib í hendur í mars. Assad sagði að eftirgjöfin hefði verið nauðsynleg þar sem hersins var þörf á öðrum vettvangi. Þrátt fyrir skakkaföll hersins reyndi Assad að stappa stáli í þjóð sína. „Þetta þýðir ekki að við eigum að ræða hrun. Við munum spyrna við fótum. Herinn er hæfur til að verja móðurlandið.“ Herinn hefur verið á töluverðu undanhaldi síðustu mánuði en uppreisnarmenn hafa sótt á stjórnarherinn á nær öllum vígstöðvum. Í norðri hefur deild al-Kaída í Sýrlandi náð nokkrum landvinningum. Í suðri hefur uppreisnarher stjórnarandstöðunnar náð yfirráðum á stóru svæði og í austri hefur Íslamska ríkið lagt undir sig gríðarstór landsvæði. Assad gagnrýndi önnur ríki sem ýta undir starfsemi uppreisnarmanna en hann sagði stuðning þeirra grafa undan stöðugleika í Sýrlandi. Tyrkland, Katar og Sádi-Arabía hafa meðal annars stutt við bakið á uppreisnarmönnum. Átökin hafa kostað um 230 þúsund manns lífið og hrakið milljónir á flótta.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira