Assad viðurkennir vanmátt hersins Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júlí 2015 12:00 Uppreisnarmenn keyra inn í borgina Idlib á skriðdreka í mars síðastliðnum. nordicphotos/afp Bashar al-Assad Sýrlandsforseti viðurkenndi í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri orðinn vanmáttugur vegna borgarastyrjaldarinnar sem geisað hefur í Sýrlandi í rúm fjögur ár. Assad sagði í ræðu sinni að búnaður hersins vær viðunandi en að mikil mannekla stæði honum fyrir þrifum. Herinn, sem taldi áður um 300 þúsund hermenn, hefur minnkað verulega vegna dauðsfalla en einnig vegna þess fjölda sem gengur úr hernum og einstaklinga sem koma sér undan herkvaðningu. Um 70 þúsund manns hafa skorast undan herþjónustu og um 80 þúsund hermenn látist í átökum. Á laugardaginn lýsti Assad því yfir að uppgjafarhermenn og þeir sem sniðgengu herkvaðningu fengju friðhelgi og sakaruppgjöf.Bashar Al-Assadnordicphotos/AFPSýrlenski herinn hefur þurft að yfirgefa svæði í norðurhluta Sýrlands og fengu uppreisnarmenn m.a. borgina Idlib í hendur í mars. Assad sagði að eftirgjöfin hefði verið nauðsynleg þar sem hersins var þörf á öðrum vettvangi. Þrátt fyrir skakkaföll hersins reyndi Assad að stappa stáli í þjóð sína. „Þetta þýðir ekki að við eigum að ræða hrun. Við munum spyrna við fótum. Herinn er hæfur til að verja móðurlandið.“ Herinn hefur verið á töluverðu undanhaldi síðustu mánuði en uppreisnarmenn hafa sótt á stjórnarherinn á nær öllum vígstöðvum. Í norðri hefur deild al-Kaída í Sýrlandi náð nokkrum landvinningum. Í suðri hefur uppreisnarher stjórnarandstöðunnar náð yfirráðum á stóru svæði og í austri hefur Íslamska ríkið lagt undir sig gríðarstór landsvæði. Assad gagnrýndi önnur ríki sem ýta undir starfsemi uppreisnarmanna en hann sagði stuðning þeirra grafa undan stöðugleika í Sýrlandi. Tyrkland, Katar og Sádi-Arabía hafa meðal annars stutt við bakið á uppreisnarmönnum. Átökin hafa kostað um 230 þúsund manns lífið og hrakið milljónir á flótta. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti viðurkenndi í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri orðinn vanmáttugur vegna borgarastyrjaldarinnar sem geisað hefur í Sýrlandi í rúm fjögur ár. Assad sagði í ræðu sinni að búnaður hersins vær viðunandi en að mikil mannekla stæði honum fyrir þrifum. Herinn, sem taldi áður um 300 þúsund hermenn, hefur minnkað verulega vegna dauðsfalla en einnig vegna þess fjölda sem gengur úr hernum og einstaklinga sem koma sér undan herkvaðningu. Um 70 þúsund manns hafa skorast undan herþjónustu og um 80 þúsund hermenn látist í átökum. Á laugardaginn lýsti Assad því yfir að uppgjafarhermenn og þeir sem sniðgengu herkvaðningu fengju friðhelgi og sakaruppgjöf.Bashar Al-Assadnordicphotos/AFPSýrlenski herinn hefur þurft að yfirgefa svæði í norðurhluta Sýrlands og fengu uppreisnarmenn m.a. borgina Idlib í hendur í mars. Assad sagði að eftirgjöfin hefði verið nauðsynleg þar sem hersins var þörf á öðrum vettvangi. Þrátt fyrir skakkaföll hersins reyndi Assad að stappa stáli í þjóð sína. „Þetta þýðir ekki að við eigum að ræða hrun. Við munum spyrna við fótum. Herinn er hæfur til að verja móðurlandið.“ Herinn hefur verið á töluverðu undanhaldi síðustu mánuði en uppreisnarmenn hafa sótt á stjórnarherinn á nær öllum vígstöðvum. Í norðri hefur deild al-Kaída í Sýrlandi náð nokkrum landvinningum. Í suðri hefur uppreisnarher stjórnarandstöðunnar náð yfirráðum á stóru svæði og í austri hefur Íslamska ríkið lagt undir sig gríðarstór landsvæði. Assad gagnrýndi önnur ríki sem ýta undir starfsemi uppreisnarmanna en hann sagði stuðning þeirra grafa undan stöðugleika í Sýrlandi. Tyrkland, Katar og Sádi-Arabía hafa meðal annars stutt við bakið á uppreisnarmönnum. Átökin hafa kostað um 230 þúsund manns lífið og hrakið milljónir á flótta.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira