Erlent

Neðansjávar Pútín - Myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekki í fyrsta sinn sem Pútin skellir sér undir sjávarmál.
Ekki í fyrsta sinn sem Pútin skellir sér undir sjávarmál. Vísir/AP
Vladimír Pútín virtist vera mjög kátur þegar hann sigldi um dýpi Svartahafs í gær eins og sjá má myndbandi hér fyrir neðan. Líkt og greint var frá í gær var markmið ferðarinnar að skoða skipsflak sem liggur á botni Svartahafs skammt utan Krímskaga.

Talið er að flakið sé af Bísantísku verslunarskipi frá 9. eða 10. öld. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Pútín skoðar undur hafsins. Hann hefur siglt í kafbátum um Finnlandsflóa og Bajkal-vatn. Einnig hefur hann kafað í Kerch-sundi sem tengir saman Azovhaf og Svartahaf. Þar fann hann leifar af forngrískum krukkum. Talsmaður Pútín viðurkenndi þó seinna að krukkunum hefði verið komið fyrir svo að Pútín gæti fundið þær.

Á meðan ferð Pútín stóð í dag hafði hann samband við Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, sem stóð á hafnarbakkanum ásamt öðrum embættismönnum. Þeir spjölluðu saman og kom fram að Pútín vonaði að uppgvötun skipflaksins gæti varpað ljósi á þróun Rússlands sem og „djúpar sögulegar rætur landsins.“ Jafnframt sagði Pútín við Medvedev að sá síðarnefndi hefði átt að koma með. Þeir féllust svo í faðma þegar kafbáturinn kom upp á yfirborðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×