Fundu líkamsleifar sex ungra barna í íbúð í Rússlandi Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 11:43 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA Lögregla í Rússlandi hefur handtekið 51 árs gamlan mann vegna gruns um að hafa drepið sex börn sín – öll sjö ára eða yngri – og eiginkonu. Líkamsleifar barnanna fundust í íbúð fjölskyldunnar í Nizhny Novgorod. Talsmaður lögreglu segir að faðirinn, Oleg Belov, hafi verið handtekinn í bænum Kovrov í umdæminu Vladimír í gær.Í frétt Russia Today segir að Belov hafi sýnt lögreglu mótþróa þegar hann var handtekinn, en að enginn lögreglumaður hafi slasast í aðgerðinni.Клинический психолог: Отец-детоубийца мог перенести насилие в детстве http://t.co/EofIJdCGOu pic.twitter.com/CY7KsBrA4k— LIFENEWS (@lifenews_ru) August 5, 2015 Starfsmenn leikskóla barnanna höfðu samband við lögreglu, en þau höfðu hætt að mæta í skólann þann 25. júlí síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að enginn hafi svarað þegar lögregla hafi bankað upp á í íbúð fjölskyldinnar í gær og að lokum hafi lögreglumenn brotið sér leið inn um glugga. Þar hafi líkamsleifar barnanna fundist. Saksóknari segir að nágrannar hafi séð föður barnanna yfirgefa húsið daginn áður. „Þetta voru ekki einu sinni lík, bara leifar,“ er haft eftir heimildarmanni Russia Today. Þá er talið að maðurinn hafi einnig banað móður barnanna. Hún var með barni. Nágrannar fjölskyldunnar lýsa henni sem „mjög trúaðri, þar sem börnunum hafi verið bannað að borða kjöt og fisk.“ Börnin voru sex – þrjár stelpur á aldrinum sjö, fimm og eins árs og þrír strákar á aldrinum sex, þriggja og tveggja. Að sögn lögreglu fundust líkamsleifar barnanna í plastpokum.В Церкви адвентистов в Нижнем Новгороде проходят обыски http://t.co/ycElK2gclF pic.twitter.com/CxxtGmbaAe— LIFENEWS (@lifenews_ru) August 5, 2015 Russia Today greinir frá því að Belov hafi áður fyrr verið meðlimur kirkju sjöunda dags aðventista í Vladimír-umdæmi. Hann hafi hins vegar verið rekinn úr söfuðinum vegna framhjáhalds og síðar flutt til Nizhny Novgorod þar sem hann stofnaði fjölskyldu. Barnaverndaryfirvöld í Rússlandi segja fjölskylduna hafa verið mjög brotna. Árið 2011 var farið fram á að Belov yrði sviptum umgengnisrétti en móðirin hafi grátbeðið yfirvöld um að gera það ekki. Á þessu ári hafi móðirin hins vegar farið fram á að Belov yrði sviptur réttinum, en hún hafi aldrei mætt í réttarsal 8. og 27. júlí. Síðdegis í gær fann lögregla lík eldri konu í bænum Gorokhvets þar sem Belov bjó áður fyrr. Er nú kannað hvort um móður Belov sé að ræða.Еще одно убийство #Белов`а: он расправился с матерью и устроил засаду на тещу: http://t.co/RgddhlYXZW #НижнийНовгород pic.twitter.com/oJlyKpkmHG— ФедералПресс (@FederalPress) August 5, 2015 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Lögregla í Rússlandi hefur handtekið 51 árs gamlan mann vegna gruns um að hafa drepið sex börn sín – öll sjö ára eða yngri – og eiginkonu. Líkamsleifar barnanna fundust í íbúð fjölskyldunnar í Nizhny Novgorod. Talsmaður lögreglu segir að faðirinn, Oleg Belov, hafi verið handtekinn í bænum Kovrov í umdæminu Vladimír í gær.Í frétt Russia Today segir að Belov hafi sýnt lögreglu mótþróa þegar hann var handtekinn, en að enginn lögreglumaður hafi slasast í aðgerðinni.Клинический психолог: Отец-детоубийца мог перенести насилие в детстве http://t.co/EofIJdCGOu pic.twitter.com/CY7KsBrA4k— LIFENEWS (@lifenews_ru) August 5, 2015 Starfsmenn leikskóla barnanna höfðu samband við lögreglu, en þau höfðu hætt að mæta í skólann þann 25. júlí síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að enginn hafi svarað þegar lögregla hafi bankað upp á í íbúð fjölskyldinnar í gær og að lokum hafi lögreglumenn brotið sér leið inn um glugga. Þar hafi líkamsleifar barnanna fundist. Saksóknari segir að nágrannar hafi séð föður barnanna yfirgefa húsið daginn áður. „Þetta voru ekki einu sinni lík, bara leifar,“ er haft eftir heimildarmanni Russia Today. Þá er talið að maðurinn hafi einnig banað móður barnanna. Hún var með barni. Nágrannar fjölskyldunnar lýsa henni sem „mjög trúaðri, þar sem börnunum hafi verið bannað að borða kjöt og fisk.“ Börnin voru sex – þrjár stelpur á aldrinum sjö, fimm og eins árs og þrír strákar á aldrinum sex, þriggja og tveggja. Að sögn lögreglu fundust líkamsleifar barnanna í plastpokum.В Церкви адвентистов в Нижнем Новгороде проходят обыски http://t.co/ycElK2gclF pic.twitter.com/CxxtGmbaAe— LIFENEWS (@lifenews_ru) August 5, 2015 Russia Today greinir frá því að Belov hafi áður fyrr verið meðlimur kirkju sjöunda dags aðventista í Vladimír-umdæmi. Hann hafi hins vegar verið rekinn úr söfuðinum vegna framhjáhalds og síðar flutt til Nizhny Novgorod þar sem hann stofnaði fjölskyldu. Barnaverndaryfirvöld í Rússlandi segja fjölskylduna hafa verið mjög brotna. Árið 2011 var farið fram á að Belov yrði sviptum umgengnisrétti en móðirin hafi grátbeðið yfirvöld um að gera það ekki. Á þessu ári hafi móðirin hins vegar farið fram á að Belov yrði sviptur réttinum, en hún hafi aldrei mætt í réttarsal 8. og 27. júlí. Síðdegis í gær fann lögregla lík eldri konu í bænum Gorokhvets þar sem Belov bjó áður fyrr. Er nú kannað hvort um móður Belov sé að ræða.Еще одно убийство #Белов`а: он расправился с матерью и устроил засаду на тещу: http://t.co/RgddhlYXZW #НижнийНовгород pic.twitter.com/oJlyKpkmHG— ФедералПресс (@FederalPress) August 5, 2015
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira