Ermarsundsgarpurinn Sigrún: Mikið hlegið og grátið í bátnum á leiðinni heim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2015 10:24 „Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum. Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
„Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum.
Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38
Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00