Ermarsundsgarpurinn Sigrún: Mikið hlegið og grátið í bátnum á leiðinni heim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2015 10:24 „Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum. Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum.
Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38
Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00