Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2013 07:00 Sundkonurnar í Sækúnum eru seigar og láta slæmt veður og öldugang lítil áhrif á sig hafa segir liðsstjórinn Guðrún Hlín Jónsdóttir, sem er efst til hægri á myndinni.Mynd/Sækýrnar „Við ætlum að sanna að miðaldra kerlingar eru ekki dauðar úr öllum æðum," segir Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sækúnna, hóps kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið í sumar. Sex konur úr Sækúnum ætla að þreyta boðsundið síðustu vikuna í júní. Guðrún verður liðsstjóri um borð í fylgdarbát og áttunda sjósundkonan verður með og gerir heimildarmynd um ævintýrið. Guðrún segir erfitt að komast að til að synda yfir Ermarsundið, það geti jafnvel tekið tvö til þrjú ár. Sækýrnar hafi þó náð að útvega sér góðan skipstjóra, Eddie Spelling, sem fylgir þeim á bát sínum Anastasia. „Við fáum fyrsta sundrétt síðustu vikuna í júní. Ef okkur líst ekki á aðstæður getur næsti nýtt tækifærið," útskýrir hún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða dag íslensku Sækýrnar leggjast til sunds. „En það verður lagt af stað á morgunflóðinu milli klukkan þrjú og fjögur um nótt. Fyrstu tímana synda þær því í myrkri. Ég verð varamaður tilbúin á kantinum að stökkva út í. Ermarsundið er Mount Everest sundmanna og við ætlum okkur yfir og við förum yfir," segir Guðrún. Synt verður frá Dover í Englandi yfir til Calais í Frakklandi. Konurnar munu skiptast á og hver synda klukkstund í senn. „Það er ekki synt beint yfir því straumarnir gera það að verkum að það er synt í S," segir Guðrún sem kveður sundið yfir Ermarsund að jafnaði taka 12 til 14 klukkustundir – aðra leið. „En við ætlum að synda rakleitt aftur til baka," segir Guðrún og slær enn á létta strengi: „Við erum ekkert vissar um að okkur líki við Calais þegar við komum yfir." Allt í allt gæti sundsprettur Sækúnna varað í um þrjátíu klukkustundir. Sækýrnar hafa allar stundað sjósund um árabil. Meðal afreka einstakra liðsmanna er Drangeyjarsund, Hríseyjarsund, Viðeyjarsund og boðsund fjögurra þeirra upp á Akranes. „Þær eru seigir jaxlar, algerir dísilmótorar og kalla ekki allt ömmu sína. Sjósund er áttatíu prósent hugarfar," segir Guðrún, sem aðspurð upplýsir að nafnið Sækýrnar komi frá vatnaskepnunnni Manatee, sem margir þekkja frá Flórída. „Þetta eru miklir húmoristar og það er ekki of mikill gorgeir í okkur. Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera miðaldra konur né að vera „bloody cows"," spaugar Guðrún er hún er spurð út í nafn Sækúnna sem nú safna styrkjum fyrir leiðangurinn. Verði afgangur er hann ætlaður MS-félaginu á Íslandi. „Ef satt skal segja þá eigum við leynivini, nokkra einstaklinga sem styrktu okkur strax, en okkur vantar samt enn þá upp á," segir sækýrin Guðrún Hlín Jónsdóttir. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
„Við ætlum að sanna að miðaldra kerlingar eru ekki dauðar úr öllum æðum," segir Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sækúnna, hóps kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið í sumar. Sex konur úr Sækúnum ætla að þreyta boðsundið síðustu vikuna í júní. Guðrún verður liðsstjóri um borð í fylgdarbát og áttunda sjósundkonan verður með og gerir heimildarmynd um ævintýrið. Guðrún segir erfitt að komast að til að synda yfir Ermarsundið, það geti jafnvel tekið tvö til þrjú ár. Sækýrnar hafi þó náð að útvega sér góðan skipstjóra, Eddie Spelling, sem fylgir þeim á bát sínum Anastasia. „Við fáum fyrsta sundrétt síðustu vikuna í júní. Ef okkur líst ekki á aðstæður getur næsti nýtt tækifærið," útskýrir hún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða dag íslensku Sækýrnar leggjast til sunds. „En það verður lagt af stað á morgunflóðinu milli klukkan þrjú og fjögur um nótt. Fyrstu tímana synda þær því í myrkri. Ég verð varamaður tilbúin á kantinum að stökkva út í. Ermarsundið er Mount Everest sundmanna og við ætlum okkur yfir og við förum yfir," segir Guðrún. Synt verður frá Dover í Englandi yfir til Calais í Frakklandi. Konurnar munu skiptast á og hver synda klukkstund í senn. „Það er ekki synt beint yfir því straumarnir gera það að verkum að það er synt í S," segir Guðrún sem kveður sundið yfir Ermarsund að jafnaði taka 12 til 14 klukkustundir – aðra leið. „En við ætlum að synda rakleitt aftur til baka," segir Guðrún og slær enn á létta strengi: „Við erum ekkert vissar um að okkur líki við Calais þegar við komum yfir." Allt í allt gæti sundsprettur Sækúnna varað í um þrjátíu klukkustundir. Sækýrnar hafa allar stundað sjósund um árabil. Meðal afreka einstakra liðsmanna er Drangeyjarsund, Hríseyjarsund, Viðeyjarsund og boðsund fjögurra þeirra upp á Akranes. „Þær eru seigir jaxlar, algerir dísilmótorar og kalla ekki allt ömmu sína. Sjósund er áttatíu prósent hugarfar," segir Guðrún, sem aðspurð upplýsir að nafnið Sækýrnar komi frá vatnaskepnunnni Manatee, sem margir þekkja frá Flórída. „Þetta eru miklir húmoristar og það er ekki of mikill gorgeir í okkur. Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera miðaldra konur né að vera „bloody cows"," spaugar Guðrún er hún er spurð út í nafn Sækúnna sem nú safna styrkjum fyrir leiðangurinn. Verði afgangur er hann ætlaður MS-félaginu á Íslandi. „Ef satt skal segja þá eigum við leynivini, nokkra einstaklinga sem styrktu okkur strax, en okkur vantar samt enn þá upp á," segir sækýrin Guðrún Hlín Jónsdóttir.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira