Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 21:38 Sigrún í sjónum. mynd/ermasund sigrúnar Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær. Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær.
Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38
Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13