Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 21:38 Sigrún í sjónum. mynd/ermasund sigrúnar Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær. Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær.
Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38
Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13