Erlent

Cameron vill aukna þátttöku Bretlands í Sýrlandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Íhaldsflokkurinn náði hreinum meirihluta á breska þinginu í þingkosningunum í maí síðastliðinn.
Íhaldsflokkurinn náði hreinum meirihluta á breska þinginu í þingkosningunum í maí síðastliðinn. Vísir/AFP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta verða að taka meiri þátt í að útrýma hryðjuverkahópnum ISIS í Sýrlandi. Hann ætlar að leita eftir stuðningi þingsins til að auka hlutverk landsins í að aðstoða Bandaríkin í baráttu þeirra við vígahópinn.

Cameron lagði til árið 2013 að Bretar tækju þátt í hernaðaraðgerðum í Sýrlandi en var tillaga hans felld. Niðurstaðan var sögð mikið áfall fyrir forsætisráðherrann, sem talaði mjög fyrir því að Bretar leggðu Bandaríkjamönnum lið í árásum á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Sýrlandi.

Í viðtali á bandarísku stjórnvarpsstöðinni NBC benti forsætisráðherrann á mikilvægi þess bresk ungmenni tækju ekki upp öfga-íslam, en talið er að á undanförnum mánuðum hafi nokkur bresk ungmenni gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×