Eldri borgararnir brjóta meira af sér en unglingarnir Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2015 16:20 Mörg brotanna eru rakin til einsemdar ellilífeyrisþeganna. vísir/getty Japanskir eldri borgarar, þeir sem hafa náð 65 ára aldri, brutu meira af sér en ungt fólk á fyrri hluta þessa árs. Löggæsluyfirvöld í Japan sögðu í tilkynningu til þarlendra fjölmiðla að oftar hefði þurft að kalla út lögregluna vegna brota ellilífeyrisþega en vegna afbrota unglinga, alls 23.656 sinnum samanborið við 19.670 útköll vegna fólks á aldrinum 14-19 ára. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1989 sem eldri borgarar brjóta meira af sér en ungt fólk ef marka má frétt The Independent um málið. Afbrotatíðni ellilífeyrisþega tvöfaldaðist á árunum 2003 til 2013 og voru brot þeirra sem hafa náð 65 ára aldri um 16 prósent allra afbrota í Japan árið 2011. Það eru um sexfalt fleiri brot en fyrir tuttugu árum. Flest útköll vegna eldri borgara eru vegna smávægilegra þjófnaða í verslunum og þá hafa morðum af þeirra völdum fjölgað mikið. Ofbeldismál ellilífeyrisþega voru þannig um 50-falt fleiri árið 2011 en 1992. Aukningin er fyrst og fremst rakin til tveggja þátta; annars vegar bágra kjara eldri borgara í Japan og hins vegar vegna gífurlegar fjölgunar í þeirra röðum. Fjórðungur allra landsmanna hefur náð 65 ára aldri og eru Japanir að verða sífellt langlífari. Það, ásamt lækkandi fæðingartíðni, er talið verða til þess að hlutdeild eldri borgara í glæpum landsins muni halda áfram að aukast á komandi áratugum. Nú þegar hefur þessi þróun sett svip sinn á fangelsi landsins en einn af hverjum fimm föngum í japönskum fangelsum er eldri en sextugur. Japanskir afbrotafræðingar telja að hluta afbrotanna megi rekja til einsemdar og einangrunar japanskra eldri borgara og sagði prófessorinn Koichi Hamai í samtali við Kydo News að: „Í fangelsum geta glæpamenn fengið félagsskap, mat og góða umönnun en þeir eiga oft ekki fjölskyldu og þá skortir oft fjárhagslegan stuðning.“ Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Japanskir eldri borgarar, þeir sem hafa náð 65 ára aldri, brutu meira af sér en ungt fólk á fyrri hluta þessa árs. Löggæsluyfirvöld í Japan sögðu í tilkynningu til þarlendra fjölmiðla að oftar hefði þurft að kalla út lögregluna vegna brota ellilífeyrisþega en vegna afbrota unglinga, alls 23.656 sinnum samanborið við 19.670 útköll vegna fólks á aldrinum 14-19 ára. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1989 sem eldri borgarar brjóta meira af sér en ungt fólk ef marka má frétt The Independent um málið. Afbrotatíðni ellilífeyrisþega tvöfaldaðist á árunum 2003 til 2013 og voru brot þeirra sem hafa náð 65 ára aldri um 16 prósent allra afbrota í Japan árið 2011. Það eru um sexfalt fleiri brot en fyrir tuttugu árum. Flest útköll vegna eldri borgara eru vegna smávægilegra þjófnaða í verslunum og þá hafa morðum af þeirra völdum fjölgað mikið. Ofbeldismál ellilífeyrisþega voru þannig um 50-falt fleiri árið 2011 en 1992. Aukningin er fyrst og fremst rakin til tveggja þátta; annars vegar bágra kjara eldri borgara í Japan og hins vegar vegna gífurlegar fjölgunar í þeirra röðum. Fjórðungur allra landsmanna hefur náð 65 ára aldri og eru Japanir að verða sífellt langlífari. Það, ásamt lækkandi fæðingartíðni, er talið verða til þess að hlutdeild eldri borgara í glæpum landsins muni halda áfram að aukast á komandi áratugum. Nú þegar hefur þessi þróun sett svip sinn á fangelsi landsins en einn af hverjum fimm föngum í japönskum fangelsum er eldri en sextugur. Japanskir afbrotafræðingar telja að hluta afbrotanna megi rekja til einsemdar og einangrunar japanskra eldri borgara og sagði prófessorinn Koichi Hamai í samtali við Kydo News að: „Í fangelsum geta glæpamenn fengið félagsskap, mat og góða umönnun en þeir eiga oft ekki fjölskyldu og þá skortir oft fjárhagslegan stuðning.“
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira