Erlent

Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga

Bjarki Ármannsson skrifar
Breski grínistinn Ricky Gervais gerir grindadráp Færeyinga að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag.
Breski grínistinn Ricky Gervais gerir grindadráp Færeyinga að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag. Vísir
Breski grínistinn Ricky Gervais gerir grindadráp Færeyinga að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag, en fyrr í dag birtu samtökin Sea Shepherd myndband af veiðunum.

„Hörmuleg hvalaslátrun í Færeyjunum,“ skrifar Gervais með mynd af grindadrápi. „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“

Gervais er einn allra vinsælasti grínisti heims og rúmlega þrjár milljónir manna fylgjast með Facebook-síðu hans. Þar gagnrýnir hann reglulega slæma meðferð dýra hvaðanæva að úr heiminum.

Grindaveiðar í Færeyjum eru alls ekki óumdeildar, en Færeyingar hafa stundað þær í mörg hundruð ár. Veiðiaðferðin felst í því að grindhvalahjörð er króuð af og rekin að landi þar sem dýrunum er slátrað með krókum og hnífum. Iðjan er bönnuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Líkt og sést á myndbandi Sea Shepherd, litast sjórinn af blóði við veiðarnar en hvalkjötið þykir betra eftir því sem meira blóð rennur úr hræinu. Vekur sjónin óhug hjá mörgum en Færeyingar segja veiðarnar bæði mikilvægan hluta af menningu þeirra og nauðsynlegar til fæðuöflunar.

Tragic whale slaughter in Faroe Islands. It's good we've found a twin Earth because we're really fucking up this one.

Posted by Ricky Gervais on 24. júlí 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×