Kafarar fundu óþekktan kafbát á hafsbotni undan strönd Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 27. júlí 2015 17:54 Grunur leikur á að rússneskir kafbátar hafi reglulega siglt inn á sænsk hafsvæði í Eystrasalti án heimildar. Vísir/AFP Kafarar hafa fundið kafbát á hafsbotni, ekki langt frá austurströnd Svíþjóðar. Báturinn er með kýrillískt áletrun utan á sem bendir til að um rússneskan kafbát sé að ræða. Ekki sjást neinar skemmdir utan á bátnum. „Það bendir til að svo kunni að vera að áhöfnin sé enn um borð,“ segir Dennis Åsberg, einn leitarmanna í samtali við Expressen, en hann starfar hjá fyrirtækinu Ocean X Team. Kafararnir segja að upplýsingar um hnit um hvar ætti að leita hafi komið frá íslensku fyrirtæki. Ekki er greint frá því nánar hvaða fyrirtæki um ræðir.„Við gengum út frá þeim hnitum sem þeir höfðu gefið okkur og fljótlega fundum við kafbátinn,“segir Peter Linberg í samtali við Expressen.Í frétt blaðsins segir að báturinn hafi fundist 2.750 metrum frá austurströnd Svíþjóðar, þó að nánari upplýsingar um staðsetningu liggi ekki fyrir að svo stöddu. Leitarmennirnir segja að svo virðist sem um sé að ræða tiltölulega nýjan kafbát.Aftonbladet spyr Anders Kallin, upplýsingafulltrúa sænska hersins, um hvernig standi á því að íslenskt fyrirtæki finni kafbát á sænsku hafsvæði en ekki sænski sjóherinn. „Það kunna að vera margar ástæður fyrir því að flakið sé að finna þarna, en ég vil ekki velta vöngum yfir því. Nú er hann fundinn og við lítum á myndirnar.“ Tomas Ries, lektor við Försvarshögskolan í Svíþjóð, segir í samtali við Expressen, að ef þetta hafi verið bátur sem hafi verið að sigla þarna með vitund sænskra yfirvalda hefði verið beðið um aðstoð. „Þetta bendir til þess að báturinn hafi verið að sinna leynilegu verkefni og eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þetta er mjög alvarlegt.“ Um er að ræða flak af 20 metra löngum kafbáti og þriggja metra breiðum. Sjá má fyrstu myndirnar af bátnum í frétt Expressen. Tengdar fréttir Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49 Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04 Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02 Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Kafarar hafa fundið kafbát á hafsbotni, ekki langt frá austurströnd Svíþjóðar. Báturinn er með kýrillískt áletrun utan á sem bendir til að um rússneskan kafbát sé að ræða. Ekki sjást neinar skemmdir utan á bátnum. „Það bendir til að svo kunni að vera að áhöfnin sé enn um borð,“ segir Dennis Åsberg, einn leitarmanna í samtali við Expressen, en hann starfar hjá fyrirtækinu Ocean X Team. Kafararnir segja að upplýsingar um hnit um hvar ætti að leita hafi komið frá íslensku fyrirtæki. Ekki er greint frá því nánar hvaða fyrirtæki um ræðir.„Við gengum út frá þeim hnitum sem þeir höfðu gefið okkur og fljótlega fundum við kafbátinn,“segir Peter Linberg í samtali við Expressen.Í frétt blaðsins segir að báturinn hafi fundist 2.750 metrum frá austurströnd Svíþjóðar, þó að nánari upplýsingar um staðsetningu liggi ekki fyrir að svo stöddu. Leitarmennirnir segja að svo virðist sem um sé að ræða tiltölulega nýjan kafbát.Aftonbladet spyr Anders Kallin, upplýsingafulltrúa sænska hersins, um hvernig standi á því að íslenskt fyrirtæki finni kafbát á sænsku hafsvæði en ekki sænski sjóherinn. „Það kunna að vera margar ástæður fyrir því að flakið sé að finna þarna, en ég vil ekki velta vöngum yfir því. Nú er hann fundinn og við lítum á myndirnar.“ Tomas Ries, lektor við Försvarshögskolan í Svíþjóð, segir í samtali við Expressen, að ef þetta hafi verið bátur sem hafi verið að sigla þarna með vitund sænskra yfirvalda hefði verið beðið um aðstoð. „Þetta bendir til þess að báturinn hafi verið að sinna leynilegu verkefni og eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þetta er mjög alvarlegt.“ Um er að ræða flak af 20 metra löngum kafbáti og þriggja metra breiðum. Sjá má fyrstu myndirnar af bátnum í frétt Expressen.
Tengdar fréttir Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49 Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04 Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02 Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49
Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04
Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02
Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent