Kafarar fundu óþekktan kafbát á hafsbotni undan strönd Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 27. júlí 2015 17:54 Grunur leikur á að rússneskir kafbátar hafi reglulega siglt inn á sænsk hafsvæði í Eystrasalti án heimildar. Vísir/AFP Kafarar hafa fundið kafbát á hafsbotni, ekki langt frá austurströnd Svíþjóðar. Báturinn er með kýrillískt áletrun utan á sem bendir til að um rússneskan kafbát sé að ræða. Ekki sjást neinar skemmdir utan á bátnum. „Það bendir til að svo kunni að vera að áhöfnin sé enn um borð,“ segir Dennis Åsberg, einn leitarmanna í samtali við Expressen, en hann starfar hjá fyrirtækinu Ocean X Team. Kafararnir segja að upplýsingar um hnit um hvar ætti að leita hafi komið frá íslensku fyrirtæki. Ekki er greint frá því nánar hvaða fyrirtæki um ræðir.„Við gengum út frá þeim hnitum sem þeir höfðu gefið okkur og fljótlega fundum við kafbátinn,“segir Peter Linberg í samtali við Expressen.Í frétt blaðsins segir að báturinn hafi fundist 2.750 metrum frá austurströnd Svíþjóðar, þó að nánari upplýsingar um staðsetningu liggi ekki fyrir að svo stöddu. Leitarmennirnir segja að svo virðist sem um sé að ræða tiltölulega nýjan kafbát.Aftonbladet spyr Anders Kallin, upplýsingafulltrúa sænska hersins, um hvernig standi á því að íslenskt fyrirtæki finni kafbát á sænsku hafsvæði en ekki sænski sjóherinn. „Það kunna að vera margar ástæður fyrir því að flakið sé að finna þarna, en ég vil ekki velta vöngum yfir því. Nú er hann fundinn og við lítum á myndirnar.“ Tomas Ries, lektor við Försvarshögskolan í Svíþjóð, segir í samtali við Expressen, að ef þetta hafi verið bátur sem hafi verið að sigla þarna með vitund sænskra yfirvalda hefði verið beðið um aðstoð. „Þetta bendir til þess að báturinn hafi verið að sinna leynilegu verkefni og eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þetta er mjög alvarlegt.“ Um er að ræða flak af 20 metra löngum kafbáti og þriggja metra breiðum. Sjá má fyrstu myndirnar af bátnum í frétt Expressen. Tengdar fréttir Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49 Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04 Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02 Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Kafarar hafa fundið kafbát á hafsbotni, ekki langt frá austurströnd Svíþjóðar. Báturinn er með kýrillískt áletrun utan á sem bendir til að um rússneskan kafbát sé að ræða. Ekki sjást neinar skemmdir utan á bátnum. „Það bendir til að svo kunni að vera að áhöfnin sé enn um borð,“ segir Dennis Åsberg, einn leitarmanna í samtali við Expressen, en hann starfar hjá fyrirtækinu Ocean X Team. Kafararnir segja að upplýsingar um hnit um hvar ætti að leita hafi komið frá íslensku fyrirtæki. Ekki er greint frá því nánar hvaða fyrirtæki um ræðir.„Við gengum út frá þeim hnitum sem þeir höfðu gefið okkur og fljótlega fundum við kafbátinn,“segir Peter Linberg í samtali við Expressen.Í frétt blaðsins segir að báturinn hafi fundist 2.750 metrum frá austurströnd Svíþjóðar, þó að nánari upplýsingar um staðsetningu liggi ekki fyrir að svo stöddu. Leitarmennirnir segja að svo virðist sem um sé að ræða tiltölulega nýjan kafbát.Aftonbladet spyr Anders Kallin, upplýsingafulltrúa sænska hersins, um hvernig standi á því að íslenskt fyrirtæki finni kafbát á sænsku hafsvæði en ekki sænski sjóherinn. „Það kunna að vera margar ástæður fyrir því að flakið sé að finna þarna, en ég vil ekki velta vöngum yfir því. Nú er hann fundinn og við lítum á myndirnar.“ Tomas Ries, lektor við Försvarshögskolan í Svíþjóð, segir í samtali við Expressen, að ef þetta hafi verið bátur sem hafi verið að sigla þarna með vitund sænskra yfirvalda hefði verið beðið um aðstoð. „Þetta bendir til þess að báturinn hafi verið að sinna leynilegu verkefni og eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þetta er mjög alvarlegt.“ Um er að ræða flak af 20 metra löngum kafbáti og þriggja metra breiðum. Sjá má fyrstu myndirnar af bátnum í frétt Expressen.
Tengdar fréttir Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49 Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04 Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02 Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49
Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04
Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02
Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39