Kafarar fundu óþekktan kafbát á hafsbotni undan strönd Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 27. júlí 2015 17:54 Grunur leikur á að rússneskir kafbátar hafi reglulega siglt inn á sænsk hafsvæði í Eystrasalti án heimildar. Vísir/AFP Kafarar hafa fundið kafbát á hafsbotni, ekki langt frá austurströnd Svíþjóðar. Báturinn er með kýrillískt áletrun utan á sem bendir til að um rússneskan kafbát sé að ræða. Ekki sjást neinar skemmdir utan á bátnum. „Það bendir til að svo kunni að vera að áhöfnin sé enn um borð,“ segir Dennis Åsberg, einn leitarmanna í samtali við Expressen, en hann starfar hjá fyrirtækinu Ocean X Team. Kafararnir segja að upplýsingar um hnit um hvar ætti að leita hafi komið frá íslensku fyrirtæki. Ekki er greint frá því nánar hvaða fyrirtæki um ræðir.„Við gengum út frá þeim hnitum sem þeir höfðu gefið okkur og fljótlega fundum við kafbátinn,“segir Peter Linberg í samtali við Expressen.Í frétt blaðsins segir að báturinn hafi fundist 2.750 metrum frá austurströnd Svíþjóðar, þó að nánari upplýsingar um staðsetningu liggi ekki fyrir að svo stöddu. Leitarmennirnir segja að svo virðist sem um sé að ræða tiltölulega nýjan kafbát.Aftonbladet spyr Anders Kallin, upplýsingafulltrúa sænska hersins, um hvernig standi á því að íslenskt fyrirtæki finni kafbát á sænsku hafsvæði en ekki sænski sjóherinn. „Það kunna að vera margar ástæður fyrir því að flakið sé að finna þarna, en ég vil ekki velta vöngum yfir því. Nú er hann fundinn og við lítum á myndirnar.“ Tomas Ries, lektor við Försvarshögskolan í Svíþjóð, segir í samtali við Expressen, að ef þetta hafi verið bátur sem hafi verið að sigla þarna með vitund sænskra yfirvalda hefði verið beðið um aðstoð. „Þetta bendir til þess að báturinn hafi verið að sinna leynilegu verkefni og eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þetta er mjög alvarlegt.“ Um er að ræða flak af 20 metra löngum kafbáti og þriggja metra breiðum. Sjá má fyrstu myndirnar af bátnum í frétt Expressen. Tengdar fréttir Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49 Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04 Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02 Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Kafarar hafa fundið kafbát á hafsbotni, ekki langt frá austurströnd Svíþjóðar. Báturinn er með kýrillískt áletrun utan á sem bendir til að um rússneskan kafbát sé að ræða. Ekki sjást neinar skemmdir utan á bátnum. „Það bendir til að svo kunni að vera að áhöfnin sé enn um borð,“ segir Dennis Åsberg, einn leitarmanna í samtali við Expressen, en hann starfar hjá fyrirtækinu Ocean X Team. Kafararnir segja að upplýsingar um hnit um hvar ætti að leita hafi komið frá íslensku fyrirtæki. Ekki er greint frá því nánar hvaða fyrirtæki um ræðir.„Við gengum út frá þeim hnitum sem þeir höfðu gefið okkur og fljótlega fundum við kafbátinn,“segir Peter Linberg í samtali við Expressen.Í frétt blaðsins segir að báturinn hafi fundist 2.750 metrum frá austurströnd Svíþjóðar, þó að nánari upplýsingar um staðsetningu liggi ekki fyrir að svo stöddu. Leitarmennirnir segja að svo virðist sem um sé að ræða tiltölulega nýjan kafbát.Aftonbladet spyr Anders Kallin, upplýsingafulltrúa sænska hersins, um hvernig standi á því að íslenskt fyrirtæki finni kafbát á sænsku hafsvæði en ekki sænski sjóherinn. „Það kunna að vera margar ástæður fyrir því að flakið sé að finna þarna, en ég vil ekki velta vöngum yfir því. Nú er hann fundinn og við lítum á myndirnar.“ Tomas Ries, lektor við Försvarshögskolan í Svíþjóð, segir í samtali við Expressen, að ef þetta hafi verið bátur sem hafi verið að sigla þarna með vitund sænskra yfirvalda hefði verið beðið um aðstoð. „Þetta bendir til þess að báturinn hafi verið að sinna leynilegu verkefni og eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þetta er mjög alvarlegt.“ Um er að ræða flak af 20 metra löngum kafbáti og þriggja metra breiðum. Sjá má fyrstu myndirnar af bátnum í frétt Expressen.
Tengdar fréttir Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49 Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04 Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02 Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49
Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04
Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02
Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39