Jonathan Glenn: Með sköflunga úr stáli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2015 22:22 Jonathan Glenn í Blikagallanum í kvöld. vísir/stefán Þegar Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður í lið Breiðabliks sem gerði markalaust jafntefli við KR í kvöld hafði hann afrekað að spila fyrir tvö lið í einni og sömu umferðinni í Pepsi-deild karla. Glenn var lánaður til Breiðabliks eftir að hafa komið inn á sem varamaður með ÍBV gegn Stjörnunni nokkrum klukkustundum fyrr. Hann fékk svo leikheimild í dag og var með nýja liðinu sínu gegn KR í kvöld.Sjá einnig:Dómarinn á sjúkrahús með heilahristing | Sjáðu af hverju „Þetta var nokkuð sérstök helgi hjá mér. Ég átti ekki von á því að fá leikheimild strax með Breiðabliki en þetta gekk upp á endanum. Það er hálfgerð bilun að spila tvo leiki í sömu umferðinni,“ sagði Glenn sem er ánægður með vistaskiptin. „Breiðablik er metnaðarfullt félag sem ætlar sér stóra hluti. Ég vil taka þátt í því. Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá ÍBV og öllu því góða fólki sem ég kynntist þar. En mér fannst tímabært að breyta til.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fá færri mínútur hjá ÍBV eftir að félagið fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson heim. „Ég vildi sjá hvort að eitthvað myndi ganga upp hjá mér í glugganum og svo kom það í ljós að Breiðablik vildi fá mig. Ég held að það hafi verið gott fyrir alla aðila.“ Hann segir að bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í kvöld en að líklega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. Glenn fékk þó eitt allra besta færi leiksins þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar á samherja. „Við hefðum gjarnan viljað vinna. Ég fékk gott færi eftir að komist inn í slæma sendingu. En ég var óheppinn, snertingin sveik mig og markvörðurinn þeirra var mjög fljótur út.“ Það þurfti að huga að Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, í nokkra stund eftir samstuðið en Glenn fékk líka högg á sköflunginn sem skrámaðist. „Það hafði ekki ekkert að segja. Þeir eru gerðir úr stáli,“ sagði hann og hló dátt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Þegar Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður í lið Breiðabliks sem gerði markalaust jafntefli við KR í kvöld hafði hann afrekað að spila fyrir tvö lið í einni og sömu umferðinni í Pepsi-deild karla. Glenn var lánaður til Breiðabliks eftir að hafa komið inn á sem varamaður með ÍBV gegn Stjörnunni nokkrum klukkustundum fyrr. Hann fékk svo leikheimild í dag og var með nýja liðinu sínu gegn KR í kvöld.Sjá einnig:Dómarinn á sjúkrahús með heilahristing | Sjáðu af hverju „Þetta var nokkuð sérstök helgi hjá mér. Ég átti ekki von á því að fá leikheimild strax með Breiðabliki en þetta gekk upp á endanum. Það er hálfgerð bilun að spila tvo leiki í sömu umferðinni,“ sagði Glenn sem er ánægður með vistaskiptin. „Breiðablik er metnaðarfullt félag sem ætlar sér stóra hluti. Ég vil taka þátt í því. Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá ÍBV og öllu því góða fólki sem ég kynntist þar. En mér fannst tímabært að breyta til.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fá færri mínútur hjá ÍBV eftir að félagið fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson heim. „Ég vildi sjá hvort að eitthvað myndi ganga upp hjá mér í glugganum og svo kom það í ljós að Breiðablik vildi fá mig. Ég held að það hafi verið gott fyrir alla aðila.“ Hann segir að bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í kvöld en að líklega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. Glenn fékk þó eitt allra besta færi leiksins þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar á samherja. „Við hefðum gjarnan viljað vinna. Ég fékk gott færi eftir að komist inn í slæma sendingu. En ég var óheppinn, snertingin sveik mig og markvörðurinn þeirra var mjög fljótur út.“ Það þurfti að huga að Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, í nokkra stund eftir samstuðið en Glenn fékk líka högg á sköflunginn sem skrámaðist. „Það hafði ekki ekkert að segja. Þeir eru gerðir úr stáli,“ sagði hann og hló dátt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira