Íslenski boltinn

Dómarinn á sjúkrahús með heilahristing | Sjáðu af hverju

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Miklar dómararhræringar hafa verið í stórleik 13. umferðar í Pepsi-deild karla í fótbolta á milli KR og Breiðabliks sem nú stendur yfir í Vesturbænum. Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu hér.

Smári Stefánsson, aðstoðardómari, meiddist í upphitun og þurfti Erlendur Eiríksson því að taka línuna í hans stað. Þóroddur Hjaltalín var kallaður úr stúkunni og gerður að varadómara.

Þorvaldur fékk boltann í hausinn í fyrri hálfleik þegar Atli Sigurjónsson reyndi sendingu framhjá honum og féll Þorvaldur til jarðar. Hann kláraði fyrri hálfleikinn en mætti ekki til leiks í þeim síðari.

Dómarinn fékk heilahristing við að fá boltann í höfuðið og var ákveðið að taka engar áhættur með hann. Erlendur Eiríksson dæmir því seinni hálfleikinn, en hann er því í þriðja starfi sínu í kvöld.

Jóhann Gunnar Guðmundsson var kallaður út sem aðstoðardómari 2 og hleypur línuna í seinni hálfleik.

Atvikið sem orsakaði heilahristing Þorvaldar má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.